is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36106

Titill: 
 • Að ná tökum á kvíðanum : reynsla kvenna með andlega vanlíðan af HAM sem veitt er á heilsugæslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Niðurstöður íslenskra og erlendra rannsókna virðast benda til þess að andleg vanlíðan vegna þunglyndis og kvíða bæði á meðgöngu og eftir fæðingu sé það algeng að hún teljist vera lýðheilsuvandamál sem sé jafn algeng á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Rannsóknir sýna að andleg vanlíðan kvenna getur haft neikvæð áhrif á líkamlega, tilfinningalega og vitsmunalegan þroska barnsins og á fjölskylduna alla. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík samtalsmeðferð sem hægt er að veita konum með andlega vanlíðan og kvíða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu kvenna af HAM sem á heilsugæslunni var veitt konum með andlega vanlíðan og athuga hvaða áhrif meðferðin hafði á líðan þeirra. Rannsóknaraðferðin var Vancouverskólinn í fyrirbærafræði sem er eigindleg aðferðafræði sem hægt er að nýta til að ná fram markmiðum um bætta heilbrigðisþjónustu. Þátttakendur voru átta konur á aldrinum 26-47 ára. Þær voru valdar með tilgangsúrtaki en skilyrði fyrir þátttöku var að tala íslensku, eiga börn, vera ólétt eða að vera að glíma við andlega vanlíðan, þátttakendur þurftu að hafa lokið sex vikna hópnámskeiði í hugrænni atferlismeðferð á heilsugæslu. Tekin voru einstaklingsviðtöl, samtölin voru hljóðrituð og síðan þemagreind. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að upplifun kvenna eftir HAM námskeiðið á heilsugæslu sé góð og flestar lýsa jákvæðri upplifun við að ná tökum á kvíðanum og láta hann ekki stjórna sér sem er yfirþema rannsóknarinnar. Konurnar voru að reyna að gera það besta úr sínum aðstæðum og þær áttu það sameiginlegt að leita sér aðstoðar til að reyna að ná tökum á lífinu og láta sér líða betur. Þær voru margar að ná meiri stjórn á huganum og líkamanum. Í rannsóknarniðurstöðum kom einnig fram að flest allar konurnar kölluðu eftir auknum stuðningi heilbrigðisstarfsfólks. Niðurstöðurnar sýndu að HAM hvatti konurnar til að grípa til ýmissa bjargráða dags daglega til að bæta líðan sína, margar styrktust, fóru að vinna í sjálfri sér með jákvæðum hætti og urðu félagslega virkari.
  Lykilorð: HAM, reynsla, kvenna, andleg vanlíðan, fæðingarþunglyndi, kvíði, heilsugæsla, eigindlegar rannsóknir.

 • Útdráttur er á ensku

  The results of foreign and Icelandic studies indicate that mental distress due to depression and anxiety during pregnancy and after birth is common public health problem, and it is considered as common in Iceland as in other Western countries. Research shows that maternal mental distress can negatively affect the physical, emotional, and intellectual development of the child and the whole family. Cognitive behavioral therapy (CBT) is an effective conversational therapy that can be used for women with mental distress and anxiety. The purpose of this study was to explore the experiences of women with CBT provided by a local health clinic and the impact on women's mental well-being. The research method was developed by the Vancouver School of phenomenology, which is a qualitative research method, and the purpose is to improve services such as healthcare. The participants were eight Icelandic women aged 26-47 years. They were selected with purposeful sampling. To participate in the study the the women had to speak Icelandic, have children, be pregnant, are dealing with mental distress and have completed a six-week group course in CBT in the health clinic. Their data was collected with individual interviews, the conversations were recorded and then evaluated by their theme. The results of the study indicate the women's experience after the CBT course is good and most describe a positive experience in coping with anxiety and not letting the anxiety control them, which is the main theme of the study. Many of the women gained more control over their mind and body. The study results showed that most of the women called for increased support and follow-up from healthcare professionals and the health clinic. The results showed that CBT motivated the women to take various daily action to improve their well-being, many gained more self-control and began to work on selfimprovement and became more socially active.
  Key words: CBT, experience, women, mental distress, post-pregnancy disorder, anxiety, primary health clinic, qualitative research

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðnátökumákvíðanum-meistararitgerð1.pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna