is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36108

Titill: 
 • Dagleg iðja fatlaðra mæðra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Áætlað er að 15% foreldra á heimsvísu séu með einhvers konar fötlun, svo sem geðræna, líkamlega eða vitræna (Barker og Maralani, 1997). Móðurhlutverkið og þær skyldur sem því fylgja, hefur í gegnum tíðina verið lítið rannsakað en það má mögulega rekja til þeirra staðalímynda sem þegar hafa verið settar fram um hlutverkið. Í þessari rannsóknaráætlun verður sjónum því beint að mæðrum og þeirra daglegu iðju ásamt því að líta á þeirra mat á frammistöðu við framkvæmd iðju og mikilvægi hennar. Tilgangur rannsóknarinnar er í fyrsta lagi að kanna hvort fatlaðar mæður meti færni sína og þátttöku á daglegri iðju á annan hátt en ófatlaðar mæður. Í öðru lagi að afla þekkingar á hvernig fatlaðar mæður upplifa þátttöku í daglegri iðju samfara því að sinna móðurhlutverkinu. Rannsóknaráætlunin er tvíþætt og byggð á blönduðu rannsóknarsniði. Megindlegum gögnum verður safnað með matstækinu Mat á eigin iðju (Occupational Self Assessment, OSA)
  (Baron, 2006) bæði hjá fötluðum og ófötluðum mæðrum. Til þess að dýpka niðurstöðurnar sem fengnar með matstækinu verða tekin eigindleg hálfopin viðtöl við 10-12 fatlaðar mæður. Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa niðurstöðum matstækisins og opin kóðun notuð til að þemagreina viðtölin. Niðurstöður rannsóknar af þessu tagi geta nýst til þekkingaþróunar á því hvernig fatlaðar mæður taka þátt í daglegri iðju. Einnig getur niðurstöðurnar nýst til þess að skoða hvort þörf sé á nýrri þjónustu við hópinn eða hvort þörf sé á því að bæta þá þjónustu sem nú þegar er til staðar þar sem dagleg iðja samfara móðurhlutverkinu er höfð að leiðarljósi. Niðurstöður rannsóknarinnar geta sýnt fram á mikilvægi þess að iðjuþjálfar beini sjónum sínum að mæðrum og þeirri daglegu iðju sem þær fást við þar sem móðurhlutverkið er áskorun fyrir flesta sem takast á við það.
  Lykilhugtök: fatlaðar mæður, móðurhlutverk, þjónusta, mat á eigin iðju, dagleg iðja.

 • Útdráttur er á ensku

  It is estimated that 15% of parents worldwide have some kind of disability (Barker and Maralani, 1997). The role of the motherhood and the tasks associated with it have been little researched over the years, but it may be due to the stereotypes that have been expressed about the role. This research proposal focuses on mothers and their daily activities and how they assess their own occupational performance and the occupational importance. The main purpose of this research is firstly to find out if disabled mothers assess their daily occupation and performance differently than non-disabled mothers, and secondly, to a get better understanding of how disabled mothers experience daily occupation, along with motherhood. The research is two-fold and is based on mixed methods research. Quantitative method data will be gathered with the „Occupational Self Assessment“ (OSA) from both disabled and non-disabled mothers. After analysing the data from the assessment tool qualitative methodology will be applied using semi structured interviews with 10-12 disabled mothers to get a better understanding of the data obtained using the OSA. Descriptive statistics will be used to describe the results in the first part of the study. The interviews will be coded by the process of open coding and thematic analysis. The results can be useful for knowledge development about how disabled mothers participate in daily occupation. This research can also be used to examine whether new services are needed for the group or whether there is a need to improve existing services where the main focus is on daily activities combined with motherhood. The results of this research can be used to demostrate the importance of occupational therapists focusing on mothers and their daily activities they face, as mothering occupation are challenging for most mothers.
  Keywords: disabled mothers, motherhood, service, Occupational Self Assessment, daily occupation.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 13.05.2031.
Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs- Dagleg iðja fatlaðra mæðra.pdf633.26 kBLokaður til...13.05.2031HeildartextiPDF
BS- Efnisyfirlit.pdf64.37 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
BS- Fylgiskjöl.pdf205.19 kBLokaður til...04.05.2140FylgiskjölPDF
BS-Heimildir.pdf135.36 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna