en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3611

Title: 
  • is Félagsleg þjónusta við aldraða: Viðhorf aldraðra í Reykjanesbæ
Abstract: 
  • is

    Í þessari ritgerð er fjallað um hvaða félagslegu úrræði eru í boði fyrir aldraða út frá lögum er varða málefni aldraðra. Saga öldrunarþjónustu á Íslandi er skoðuð stuttlega og gerð stuttlega grein fyrir hvernig þróun mála hefur verið allt frá 10. öld. Þjónustan er skoðuð út frá kenningum um öldrun, mannfjöldaspá og könnunum á vilja aldraðra. Einnig er gert grein fyrir hugtökum eins og velferðarsamfélag, öldrun og sjálfræði.
    Kynnt er félagsleg þjónusta við aldraða í Reykjanesbæ, en þar er mikil vöntun á stofnanaþjónustu við aldraða og því hægt að áætla að þörf fyrir félagslega þjónustu sé þeim mun meiri. Rannsókn sem gerð var í Reykjanesbæ er einnig kynnt en henni er ætlað að gefa nokkra mynd af mati aldraðra á þeirri félagslegu þjónustu sem veitt er í Reykjanesbæ.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að almenn ánægja er með félagslega þjónustu í Reykjanesbæ. Kom þó í ljós að akstursþjónusta, heimaþjónusta, heimsóknarþjónusta og upplýsingagjöf þykir ekki nægjanleg. Einnig voru þeir einstaklingar sem töldu sig vanta þjónustu ekki að sækjast sjálfir eftir henni. Slík hlédrægni meðal aldraðra er þekkt og ýtir oftar en ekki undir einangrun og einmanaleika. Skoða mætti hvernig hægt væri að koma betur til móts við þarfir aldraða í Reykjanesbæ og jafnvel gera einhverskonar þarfamat.

Accepted: 
  • Sep 22, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3611


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
IN_fixed.pdf1.08 MBOpenHeildartextiPDFView/Open