is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36111

Titill: 
  • Þátttaka einhverfra barna í leikskólaumhverfinu : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að styðja við þátttöku einhverfra barna í leik og starfi í leikskólum, þar sem þátttaka barna hefur mikil áhrif á þroska, heilsu og velsæld þeirra.Markmið áætlaðrar rannsóknar er að varpa ljósi á þá umhverfisþætti sem ýmist‚styðja við eða draga úr þátttöku einhverfra barna í leikskólum. Einhverf börn eru fjölbreyttur hópur og mikilvægt er að umhverfi þeirra sé styðjandi og að þeim sé gert kleift að taka þátt í leik og starfi til jafns við önnur börn. Einhverf börn þurfa því oft á meiri eða annars konar aðstoð að halda en önnur börn. Þekking starfsfólks leikskóla á því hvernig á að koma til móts við hvert og eitt barn er grunnur að einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðlögun umhverfis getur reynst mikilvægur einstaklingsmiðaður stuðningur.
    Hugmyndafræðilegur bakgrunnur verkefnisins er ICF-CY og aðferðafræðin fyrirbærafræði. ICF-CY hjálpar til við að horfa á hvert barn fyrir sig og beina sjónum að þeim styrkleikum og hindrunum er hafaáhrif á þátttöku þess með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Rannsóknaráætlunin er unnin út frá rannsóknarferli Vancouver skólans í fyrirbærafræði sem samanstendur af 12 þrepum sem lýsa því hvernig vinna skal að rannsókninni. Áætlað er að taka viðtöl við stuðningsfulltrúa sem starfa með einhverfum börnum í leikskólum á Suðurnesjum til að fá fram reynslu og þekkingu þeirra. Áætlað er að taka viðtöl við átta eða fleiri viðmælendur.
    Gildi áætlaðrar rannsóknar felst í auknum skilningi á þeim umhverfisþáttum sem ýmist styðja við eða draga úr þátttöku einhverfra barna svo hægt sé að veita barnahópnum eins góða og árangursríka þjónustu og völ er á innan veggja leikskólans.
    Lykilhugtök: þátttaka, umhverfi, einhverfa og leikskólabörn

  • Útdráttur er á ensku

    It is important to support the participation of children with autism spectrum disorder (ASD) in play and school related activities in the preschool setting. It´s known that participation in various settings effects children’s development, health, and prosperity.
    The aim of this research proposal is to draw attention to the environmental factors that either support or hinder participation of children with ASD. Children with ASD are a diverse group and it´s important that their environment encourages their ability to participate to the same extent as other children. The preschool staff’s knowledge on how it´s best to assists each child an important part of individualized service and support.
    The ideological background of this research proposal is ICF-CY and it´s methodology is phenomenology. ICF-CY helps to look at each individual child and focus on strengths and challenges that can affect participation in various settings. The search process is based on the Vancouver school of phenomenology, that consists of 12 steps explaining how the intended research should be carried out. Semi-structured interviews will be conducted with at least eight support assistants working with children with ASD in preschools at Suðurnes, Iceland. These dialogue partners are chosen because of their experience and knowledge working with children with ASD in the preschool setting.
    The value of this intended research is to gain better understanding and knowledge on the environmental factors that either support or hinder participation of young children with ASD, in order to be able to give this group of children the best and most efficient support in the preschool environment.
    Keywords; participation, environment, Autism spectrum disorder, and preschool children.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 08.05.2021.
Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þatttaka einhverfra barna í leikskólanum - Valgerður Ásgeirsóttir skemman.pdf566,39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
inngangur.pdf16,67 kBOpinnInngangurPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit skemman.pdf92,91 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
fylgiskjöl.pdf42,43 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna