Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36112
Meðalævilengd landsmanna fer ört hækkandi og á komandi áratugum mun hlutfall eldri íbúa hækka jafnt og þétt. Með vaxandi þekkingu og framförum hefur notkun á velferðartækni aukist í velferðarþjónustu með það að markmiði að efla öryggi og lífsgæði þjónustuþega. Slík þróun hefur alla burði til að hafa jákvæð og eflandi áhrif á heilsufar og möguleika fólks til þátttöku í samfélaginu og veitir einstaklingum tækifæri til að búa lengur á eigin heimili. Samhliða hækkun lífaldurs má búast við aukinni þörf á þjónustu í tengslum við aldurstengda sjúkdóma sem og minnissjúkdóma og því mikilvægt að vekja athygli á þjónustu við einstaklinga sem greinast með byrjunareinkenni heilabilunar. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar, er að fá innsýn í það ferli sem tekur við með áherslu á þörf fyrir velferðartækni, meðal annars um það hverjir sækja um þjónustuna, hverjir eru helstu tengiliðir og hverjir veita eftirfylgni. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig gengur þjónustuferlið fyrir sig þegar grunur vaknar um heilabilun, með áherslu á þörf fyrir velferðartækni? 2. Hver eru hlutverk mismunandi fagstétta, þar á meðal iðjuþjálfa í þjónustu sem snýr að velferðartækni? Stuðst verður við eigindlegt rannsóknarsnið og vinnulag grundaðrar kenningar. Gagnaöflun fer fram með viðtölum þar sem notast verður við hálfopnar spurningar. Tekin verða viðtöl við deildarstjóra heimahjúkrunar og forstöðumann félagslegrar heimaþjónustu í níu bæjar- og sveitafélögum á landsvísu. Niðurstöður verða nýttar til að lýsa reynslu starfsmanna af þjónustuferli með áherslu á þarfagreiningu fyrir velferðartækni fyrir einstaklinga með byrjunareinkenni heilabilunar. Haft er að marki að nýta megi þá þekkingu sem hlýst með rannsókninni til eflingar velferðarþjónustu með velferðartækni á komandi árum.
Lykilhugtök: velferðartækni, byrjunareinkenni heilabilunar, öldrunarþjónusta, iðjuþjálfun, heimaþjónusta
The average life expectancy of Icelanders is growing and will keep growing in the coming decades. Along with increased knowledge, communities have developed services and welfare technology to maintain quality of life and for increased safety as to prevent health-related issues. Such development has a positive and stimulating effect on the welfare system and opens up possibilities for individuals to participate in the community and stay in their own homes with growing age. With the growing numbers of older people, there is an increased need for services related to age-related matters and memory disorders, and it is therefore important to call attention to services for individuals diagnosed with the onset of dementia. The purpose of this study is to gain insight into the process of service from the steps of assessing the need for welfare technology. To find out who the main contacts are in the process, including those who apply for the service and who provide follow-up. Two main questions have been chosen to lead the research; 1. What is the process of service aimed to highlight the need for welfare technology at the early onset of dementia? 2. What are the roles of discriminating professions, including occupational therapists in service with welfare technology? This is a qualitative research, and methods of grounded theory will be used to work through and diagnose data. Data will be gathered through interviews that use semi-open questions. Interviews will be conducted with the head of the home nursing department and the director of social home care in nine municipal and rural communities of Iceland. Results will be used to describe the process of services for individuals with the onset of dementia and the assessment of need for welfare technology. Hopefully as results, the achieved knowledge can and will be used to further enhance related services, policy making and promotion of welfare services.
Key concepts: welfare technology, early stages of dementia, services for senior citizens, occupational therapy, home care service
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS Rannsóknaráætlun. Margret Elva Sigurðar. Iðjuþjálfun HA. Vor 2020 .pdf | 861,86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |