is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36115

Titill: 
  • Hreyfing til lífstíðar : þáttur skólaíþrótta og hlutverk íþróttakennarans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt rannsóknum fer hreyfing barna minnkandi eftir aldri og kyrrseta eykst. Jafnhliða hafa offita, ofþyngd og þunglyndi barna og ungmenna aukist á undanförnum árum og veldur það áhyggjum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi hreyfingar og þá sérstaklega fyrir börn og ungmenni þ.e. að þau hreyfi sig í að lágmarki sextíu mínútur á dag. Foreldrar og forráðamenn verða að vera vakandi yfir því að skólar landsins ná ekki að uppfylla hreyfiþörf barna og verður því að leita lausna svo hægt sé að uppfylla þá þörf annars staðar. Þar sem börn verja stórum hluta dagsins í skólanum ættu kennarar og starfsfólk skólans að gera allt í þeirra valdi til að skapa nemendum sem jákvæðasta upplifun og veita þeim fræðslu um mikilvægi líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðunar. Kennari ætti sem dæmi að huga vel að eigin hegðun og framkomu í kringum nemendur vegna þess að nemendur sjá kennara sem fyrirmynd og getur því allt sem kennarinn gerir og segir haft áhrif á nemandann, jafnvel til frambúðar. Af viðtölum sem tekin voru við tvo einstaklinga með ólíka reynslu af skólaíþróttum, má sjá skýrt og greinilega að íþróttakennarar hafa áhrif á nemendur með hegðun sinni og framkomu. Auk þess sýna þau fram á hversu mikilvægar fjölbreyttar kennsluaðferðir eru í skólaíþróttum. Íþróttakennarar gegna mikilvægu hlutverki þar sem þeir sjá um hreyfiuppeldi barna í grunnskólum. Markmið þeirra er meðal annars að kenna nemendum að hreyfing ætti að vera til lífstíðar en ekki einungis kennslugrein sem þeir tengja við skóla. Íþróttakennari leggur meira upp úr því í dag að virkja alla nemendur í kennslustundinni og sýna öllum nemendum jákvæða athygli. Hann reynir að skapa jákvæða upplifun fyrir nemendur, svo þeir finni fyrir þeim jákvæðu áhrifum sem hreyfing getur haft á líkama og sál og gerir það með því að leggja áherslu á andlega líðan nemenda en ekki einungis þá líkamlegu.

  • Útdráttur er á ensku

    According to research, children‘s exercise declines with age and prolonged sitting increases. Obesity, overweight and depression in children and adolescents has increased in recent years and that causes great concern. Numerous studies have shown the importance of physical activity, especially for children and adolescents, and they are based on a minimum of sixty minutes of daily physical activities. Parents and guardians must be aware that the schools are not able to meet children‘s physical activity needs and must therefore seek solutions to meet those needs elsewhere. Teachers and school staff should do everything in their power to create for students the most positive experience and provide them with education on the importance of physical, mental and social well-being as they spend a large part of the day in school. For example, a teacher should pay close attention to his own behaviour and appearance around students because students see the teacher as a role model and therefore everything the teacher does and says can affect the students
    in the long term and maybe even permanently. The two interviews conducted show that it is clear that PE teachers (physical education teachers) influence students with their behaviour and appearance. In addition, to demonstrate the importance of divers teaching methods in school sports, PE teachers play an important role as they take care of the upbringing of children‘s physical activity in elementary schools. Their goal is, amongst other things, to teach students that physical activity should be lifelong, not only a teaching subject they associate with school. In doing so, he places more effort on mobilising everyone in this class and showing positive attention to all students. He tries to create a positive experience for students, so they feel the positive effect that physical activity can have on the body and soul and does so by emphasizing the mental well-being of the students and not just the physical ones.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. lokaverkefni - Daníela .pdf418.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna