is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36118

Titill: 
  • Núvitund : áhrif á frammistöðu íþróttafólks og ávinningur þess að byrja snemma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin til B.Ed.- prófs í kennarafræðum á íþróttakjörsviði við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Núvitund snýst um að veita eigin hugsunum og tilfinningum athygli án þess að leggja á þær dóma eða staldra of lengi við þær. Núvitundariðkun hefur notið mikilla vinsælda í vestrænu samfélagi síðustu ár og hafa einstaklingar nýtt sér hana til þess að hlúa að sér í hraða hversdagsins. Í þessari ritgerð verður uppruna hugleiðslu og núvitundar gerð skil sem og notkun núvitundar í dag og áhrifum á almenna heilsu fólks. Meginmarkmið ritgerðarinnar eru að kanna áhrif núvitundar á íþróttafólk og frammistöðu þeirra og að kanna hvort ávinningur felist í því að kenna börnum og unglingum núvitund. Því verða rannsóknir og annað efni þessu tengt skoðað. Niðurstöður þeirra rannsókna sem skoðaðar eru gefa til kynna að núvitundariðkun geti haft ýmis jákvæð áhrif á íþróttafólk sem geti stuðlað að bættri frammistöðu þeirra. Algengustu áhrifin sem rannsakendur urðu varir við voru t.d. minni frammistöðukvíði, meiri sjálfsstjórn, betri einbeiting og bætt tilfinningastjórnun. Niðurstöður rannsókna er varða börn og ungmenni sem skoðaðar eru, varpa m.a. ljósi á vaxandi áhuga fólks á að kynna núvitund fyrir börnum. Mikil gróska hefur verið hér á landi í innleiðingu núvitundar í leik- og grunnskólum. Börn og unglingar virðast hafa gagn af núvitund rétt eins og fullorðnir og eru yfirleitt ánægð með þá núvitundarþjálfun sem þau hljóta. Rannsóknir benda til þess að með núvitund geti börn og unglingar öðlast meiri ró og sjálfsstjórn, betri einbeitingu og aukna vellíðan. Að auki bendir ýmislegt til þess að núvitund gagnist börnum og unglingum við íþróttaiðkun eins og fullorðnum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a final assignment for a B.Ed.- degree within the Faculty of Education specializing in physical education at the University of Akureyri. Mindfulness can be described as a practise of giving attention to your thoughts and feelings non-judgementally and without dwelling on them. Mindfulness has gained popularity in the western world for the last few years. People have been using it as a method for self-care and to attain some calmness and in a frantic world. In this thesis the origin of meditation and mindfulness will be discussed as well as the use of mindfulness in our modern society. The effects of mindfulness on both physiological and psychological health will also be discussed. The main purpose of this thesis was to look into the effects of mindfulness on athletes and as well the effects of mindfulness on children and adolescents. Therefore research on those topics are reviewed. The results of research regarding mindfulness effects on athletes are promising. They show positive effects that may contribute to the athlete’s performance. The most common effects were better emotional regulation and concentration, more self control and less performance anxiety. The results of research regarding the effects of mindfulness on children and adolescents are also quite promising. The results shed light on people’s growing interest in teaching mindfulness to children. In Iceland mindfulness implementation in schools has become quite common. Mindfulness appears to benefit children and adolescents as well as adults, both in daily life and on the sports field. Results indicate that mindfulness can contribute to the calmness, self control, concentration and well-being of children and adolescents.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 18.03.2021.
Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. Ritgerð -Hrefna.pdf429,47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna