is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36122

Titill: 
  • Hreyfing í almennum kennslustundum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið til B.Ed.-prófs í kennarafræðum við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var að kanna hvernig hægt sé að samþætta hreyfingu og almennar kennslustundir í grunnskólum og að auki vekja kennara til umhugsunar um það hversu mikilvægt, en á sama tíma auðvelt, er að bæta við a.m.k. örlítilli hreyfingu í kennslustundir. Lögð var áhersla á að skoða stöðu hreyfingar í samfélaginu og bera saman við þær ráðleggingar sem gefnar eru út af Embætti landlæknis. Að auki var kannað hvaða áhrif hreyfing hefur á heilsu einstaklinga sem og kyrrseta. Hreyfing virðist hafa víðtæk áhrif á lífsgæði fólks almennt, ávinningurinn birtist líkamlega, andlega og að auki má oft sjá betri námsárangur hjá nemendum sem hreyfa sig reglulega. Börn og ungmenni verja stórum hluta dagsins í skólanum og því er mikilvægt að þau hljóti einhverja hreyfingu alla daga, reglulega yfir daginn til að stuðla að aukinni heilsueflingu. Breytingar þyrftu því að eiga sér stað í almennum kennslustundum þar sem oft er lögð rík áhersla á að sitja við borð og læra. Í ritgerðinni er enn fremur fjallað um fræðimenn sem sett hafa fram kenningar um nám og þroska barna og tekin eru dæmi um kennsluaðferðir sem innihalda hreyfingu og hægt er að samþætta við almennar kennslustundir. Að auki er komið með hugmyndir að leikjum sem hægt er að nýta í almennum kennslustundum til þess að draga úr kyrrsetu nemenda. Það er mín von að allir kennarar innleiði a.m.k. örlitla hreyfingu í sína kennslustundir því hreyfing á vel heima í kennslustofunni.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is for B.Ed degree at the Faculty of Education at the University of Akureyri. The aim of the project was to study how physical exercise can be combined with general education as well raise awareness amongst teachers on its importance and how easily it can be added to the curriculum. Emphases was placed on exploring the statue of exercise within the community and compare them to the guidelines issued by Directorate of Health. Additionally, the impact of active lifestyle versus sedentary lifestyle on general health was explored. Exercise seems to have positive impact on quality of life, the benefits can be seen in better mental and physical health and pupils that undertake regular exercise do better academically. Children and young adults spend large part of their day in school and therefore it is important that they exercise regularly. Changes are needed in the classroom where students sit and study majority of their time. The thesis also covers studies that have been conducted on the link of exercise and doing well academically and samples on teaching methods that combine exercise and studying. In the thesis it is also discussed about scholars who have presented theories about children‘s learning and development and examples of teaching methods that contain physical exercise are presented. Additionally, ideas are presented on games that can be used in the classroom to reduce the number of hours students spend sitting. It is my hope that teachers will implement at least some physical exercise to their curriculum because physical exercise does belong in the classroom.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfing í almennum kennslustundum.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna