Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36129
Vinsældir þess að notast við markaðssetningu á samfélagsmiðlum hafa aukist mikið á síðustu árum og þurfa því fyrirtæki að huga vel að efni sem þau birta þar. Vanda þarf til verka þegar kemur að efnissköpun fyrir samfélagsmiðla. Mikilvægt er að fyrirtæki skoði hvers konar auglýsingaefni hrífur notendur og nær fram sem mestri svörun.
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er efnissköpun fyrirtækja á samfélagsmiðlum með áherslu á Facebook og Instagram sem eru með stærstu og vinsælustu samfélagsmiðlum í heimi.
Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, annars vegar spurningakönnun sem lögð var fyrir notendur Facebook og Instagram og hins vegar A/B prófanir á auglýsingum. Auglýsingarnar voru birtar á Facebook og Instagram síðu Hrím Hönnunarhúss og skoðað var hvort vörumyndir í mismunandi umhverfi veki upp misjafna svörun notenda. Auglýstar voru myndir af vörum
með hvítum bakgrunni og í raunumhverfi með og án mannlegs þáttar. Tilgangur rannsóknarinnar var því að skoða hvort myndir sem notaðar eru til markaðssetningar á Facebook og Instagram veki upp mismunandi svörun eftir því umhverfi sem þær eru teknar í.
Niðurstöður sýndu sterkar vísbendingar um að notendur kjósi almennt vörumyndir í raunumhverfi frekar en með hvítum bakgrunni og mannlegur þáttur hafði ekki afgerandi áhrif þegar litið var á heildarniðurstöður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc ritgerð - Lára og Katrín - Hvers konar auglýsingaefni hrífur notendur á Facebook og Instagram? (28.05.20).pdf | 5.29 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |