is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36136

Titill: 
 • Einn síns liðs : streita, bjargráð og öryggistilfinning á meðal lögreglumanna á fámennum starfsstöðvum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi var framkvæmd til að kanna streitu, bjargráð og öryggi meðal lögreglumanna á starfstöðvum þar sem starfa færri en 12 manns. Eftir skoðun á rannsóknum á sviðinu var sérstaklega lagt upp með að leita svara við þremur spurningum: 1) Hvaða áhrif hefur það á streitu meðal lögreglumanna að starfa mikið einir? 2) Hvaða áhrif hefur það á bjargráð að lögreglumenn starfi mikið einir? 3) Hvaða áhrif hefur það á öryggi lögreglumanna að starfa mikið einir? Til að svara þessum spurningum var spurningalisti sendur á lögreglumenn á sem starfa á starfsstöðvum þar sem færri en 12 lögreglumenn starfa. Spurningalistanum var ætlað að mæla streitu með PSS-4 spurningalistanum, bjargráð með COPE brief spurningalistanum auk þess voru lagðar fyrir tvær spurningar sem notaðar hafa verið í könnun ríkislögreglustjóra til að meta öryggistilfinningu lögreglumanna. Af þeim 66 lögreglumönnum sem fengu spurningalistann svöruðu 26 spurningalistanum. Niðurstöður sýndu að lögreglumann á fámennum vinnustöðum upplifa fremur litla streitu sem er andstætt þeirri tilgátu sem við settum fram í verkefninu. Í könnuninni okkar mældist ekki marktækur munur á milli hópanna sem starfa mikið eða lítið einir. Þegar horft var til bjargráða, gáfu niðurstöður könnunarinnar vísbendingu um að ekki væri munur á notkun lögreglumanna á bjargráðum eftir því hvort þeir starfa mikið eða lítið einir. Marktækur munur mældist milli notkunar bjargráða lögreglumanna sem hafa 0-5 ára starfsreynslu miðað við þá sem starfað hafa í fleiri en sex ár í þá veru að þeir sem hafa minni starfsreynslu nota bæði jákvæðari bjargráð í meiri mæli ásamt því að nota marktækt fleiri neikvæð bjargráð. Niðurstöður þessar eru settar í samhengi við fyrri rannsóknir og lagt til að frekari rannsóknir verði framkvæmdar.
  Lykilhugtök: Lögregla, streita, bjargráð, öryggistilfinning.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis was carried out to examine stress, coping strategies and sense of security among police officers at workplaces employing fewer than 12 police officers. After looking into researches in this area we decided to try to find answers with three questions. 1) What are the effects on stress among police officers who spends most of their on-call time alone? 2) What are the effects on coping strategies among police officers who spends most of their on-call time alone? 3) What are the effects on sense of security among police officers who spend most of their on-call time alone? To answer these questions a questionnaire was sent out to police officers that work at workplaces that employ fewer than 12 police officers. This questionnaire was intended to measure stress with PSS-4 questionnaire, coping strategies with Cope-Brief questionnaire and also there were two questions regarding sense of security. Of the 66 police officer invited to participate, 26 answered the questionnaire. The results show that police officers who are employed in smaller workplaces experience little stress which is contrary to our speculations in this thesis. In our survey we did not find a significant difference between the two groups that work alone much of the time, or a small part of the time. When we look at coping strategies the results indicate that there are no differences between police officers who work alone or not. There was a significant difference in coping strategies between police officers that have 0-5 year work experience and 6+ years in that way that the police officers that have less work experience were using more of positive coping strategies as well as negative strategies. These findings are placed into context of previous research and suggested further studies.
  Key words: police, stress, coping, sense of security.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. skil PDF.pdf742.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna