is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36137

Titill: 
 • Mikilvægi sýnilegrar löggæslu : hefur sýnileiki lögreglu áhrif á fjölda og alvarleika umferðarslysa?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari könnunarrannsókn er ætlunin að kanna hvort tengsl séu á milli sýnilegrar löggæslu og fjölda og alvarleika umferðarslysa. Sér í lagi meðal erlendra ferðamanna í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Gerð var rannsókn með eiginlegum rannsóknar aðferðum, tekin voru viðtöl við 4 viðmælendur sem allir höfðu starfað við löggæslu á Suðurlandi. Þar sem einungis er fjallað um eitt umdæmi lögreglu á Íslandi og úrtakið lítið, er ekki hægt að staðhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Hins vegar geta niðurstöðurnar gefið ákveðnar vísbendingar um hver áhrif sýnilegrar löggæslu eru á fjölda og alvarleika umferðarslysa.
  Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðna sérstöðu er varðar víðáttu umdæmis, fjölda náttúruváa, örar fjölgunar íbúa sem og ferðamanna o.f.l. Þá eru margar af þekktustu náttúruperlum landsins á Suðurlandi. Þessum áhrifaþáttum verða gerð skil í rannsókninni. Á undanförnum árum hefur orðið gríðarleg aukning erlendra ferðamanna sem leggja leið sína til Íslands. Á síðustu 5 árum hefur fjöldi þeirra nær tvöfaldast en aukningin er rúmlega 1 milljón ferðamanna. Einnig hefur verið mikil aukning af ferðamönnum frá Asíu sem er nýr hópur fólks hér á landi. Um 74 % ferðamanna sem koma til Íslands fara um Suðurland.
  Þróun lögreglumanna á Íslandi hefur ekki með nokkru móti fylgt þessari aukningu ferðamanna, má þar nefna að lögreglumönnum á hverja 1.000 ferðamenn fækkaði úr 1,5 niður í 0,3 á árunum 2007-2018. Viðmælendur voru samhljóma um að sýnileg löggæsla hefði mikið að segja er kæmi að fækkun umferðarslysa sem og bættri umferðarhegðun ökumanna. Einnig töldu þeir aukna fræðslu um íslenskt veðurfar, umferðarmerki og umferðarmannvirki fyrir erlenda ferðamenn skipta miklu máli. Talsvert af gögnum voru fengin hjá ríkisstofnunum má þar helst nefna, Samgöngustofu, Vegagerðina og Ríkislögreglustjóra en fáar íslenskar rannsóknir voru til sem fjölluðu um sýnileika lögreglunnar. Þau gögn sem fengust og þær erlendu rannsóknir sem voru skoðaðar, voru sammála um að sýnileg löggæsla dró úr fjölda og alvarleika slysa bæði meðal erlendra ferðamanna sem og heimamanna.
  Lykilhugtök: Lögregla, umferðarslysa, sýnileiki lögreglu, banaslys, erlendir ferðamenn.

 • Útdráttur er á ensku

  In this exploartory study, the intention is to investigate the relationship between visible policing and the number and severity of traffic accidents. Especially among foreign tourists in the police district in the South. A study was conducted using qualtatitive research methods, four interviewees were interviewed who had all worked as a police officer in South of Iceland. As only one police district in Iceland is covered and it is a small scale study, it is not save to assume that the resaults reprecents the whole country. However, the results may provide some evidence of the impact of visible policing on the number and severity of traffic accidents.
  The police in the south district have a specific uniqueness with regard to the district's wide range, the number of natural hazards, the rapid increase in population as well as tourists etc. Then there are many of the country's most famous natural wonders in the South. These factors will be considered in the study. In recent years there have been a huge increase in foreign tourists making their way to Iceland. In the last 5 years their number has almost doubled, with an increase of just over 1 million tourists. There has also been a significant increase in tourists from Asia, a new group of people in this country. About 74% of tourists coming to Iceland travel through the South.
  The development of police officers in Iceland has not in any way been accompanied by this increase in tourists, it can be mentioned that police officers per 1000 tourists decreased from 1.5 down 0.3 in 2007-2018. Interviewees were in agreement that visible law enforcement had a lot to say when there was a reduction in traffic accidents as well as improved driver behavior. They also believed that increased education about Icelandic climate, traffic signs and traffic structures for foreign tourists was important. Considerable data were obtained from government agencies, most notably the Icelandic Transport Agency, the Icelandic Road Administration and the National Commissioner of Police, but few Icelandic investigations existed about the visibility of the police. The data obtained as well as the foreign studies examined agreed that visible law enforcement reduced the number and severity of accidents both among foreign tourists as well as local residents.
  Keywords: Police, Traffic accidents, police visibillity, fatal accidents, foreign tourists .

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi sýnilegrar löggæslu.pdf5.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna