is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36138

Titill: 
 • Vaktavinna sem lífsstíll : áhrif vaktaskipulags á líf og starf lögreglumanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Vaktafyrirkomulag hjá íslensku lögreglunni er margbreytilegt og mismunandi útfærslur af vinnuskipulagi eru eftir lögregluumdæmum og jafnvel á milli starfsstöðva innan umdæma. Erlendar rannsóknir sýna að vaktafyrirkomulag getur haft mikil áhrif á líf og starf lögreglumanna. Þeir þættir sem hafa áhrif eru m.a. sá tími dags sem vinnuframlag er innt af hendi ásamt lengd vinnudags. Þar sem breytileiki á vaktafyrirkomulagi lögreglunnar hér á landi er mikill er mikilvægt að greina kosti og galla mismunandi útfærslna. Þær upplýsingar má seinna nýta til þess að betrumbæta vaktaskipulag. Markmið þessa verkefnis var að greina áhrif mismunandi vaktafyrirkomulags á lögreglumenn og var lagt upp með eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða áhrif hefur mismunandi vaktafyrirkomulag á líf og starf lögreglumanna? Í rannsókn okkar rýndum við í fjölmargar fyrirliggjandi rannsóknir, kortlögðum vaktafyrirkomulag lögreglunnar hérlendis og tókum auk þess hálfstöðluð viðtöl við sex lögreglumenn hér á landi sem hafa reynslu af a.m.k. tvenns konar vaktafyrirkomulagi. Viðmælendur voru spurðir um upplifun sína af mismunandi vaktafyrirkomulagi m.t.t. fjölda þátta sem snúa að starfi og einkalífi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru meira og minna í samræmi við erlendar rannsóknir, sérstaklega hvað varðar áhrif næturvakta og yfirvinnu. Fyrst má nefna að viðmælendur voru á einu máli um neikvæð áhrif þreytu á frumkvæðisvinnu, úrvinnslu verkefna og dómgreind þeirra. Flestir viðmælendur voru á því að vinnuskipulag sem felur í sér 12 klukkustunda langar vaktir hafi almennt í för með sér meiri þreytu en fyrirkomulag með átta klukkustunda vöktum og væru jafnframt meira krefjandi. Þeir lögreglumenn sem höfðu reynslu af 12 klukkustunda vinnudögum voru á því að slíkt fyrirkomulag þýddi jafnan mikla þreytu og lítinn tíma til afþreyingar eftir vaktir og áttu alla jafna erfitt með að samrýma vinnu og fjölskyldulíf meðan á vinnulotu stóð. Þá voru viðmælendur á því að næturvaktir væru erfiðastar vegna óreglulegs svefns og þeirrar þreytu sem fylgir. Hins vegar fannst þeim dagvaktir annasamar og eftir því orkufrekar. Viðmælendur upplifðu mikla togstreitu á milli frítíma og þeirrar launauppbótar sem fylgir aukavöktum. Flestir viðmælendur forðuðust þó að taka aukavaktir vegna þess að þeim fannst sú yfirvinna draga úr starfsánægju. Þá töldu flestir lögreglumenn að átta klukkustunda vaktakerfi væri mun betra fyrir fjölskyldulífið en 12 klukkustunda kerfi, sérstaklega lögreglumenn í valfrjálsu vaktakerfi.
  Lykilorð: Vaktir, vaktafyrirkomulag, lögregla, þreyta

 • Útdráttur er á ensku

  The rostering arrangements within the Icelandic police are varied and shift systems vary between police districts and even between police stations within districts. Studies from other countries show that the organization of shift systems can significantly impact police officers’ work performance and personal lives. Contributing factors include the time of day work is carried out, the number of consecutive shifts, and the length of shifts. Given the variability of shift arrangements, it is important to analyse the advantages and disadvantages of different shift implementations. This could inform decisions about future shift arrangements. The aim of this study was to analyse the effects of different shift arrangements on police officers. We set out to answer the following research question: What effects do different shift arrangements have on police officers’ work performance and personal lives? In our study we reviewed previous studies, mapped rostering arrangements in the Icelandic police and conducted semi-structured interviews with six police officers who have experience of at least two different implementations of shift work. Interviewees were asked about their experiences with different shift arrangements with regards to various factors related to both work and personal life. The results were more or less in line with previous studies, especially concerning the effect of night shifts and overtime. First, all interviewees agreed that fatigue negatively affects their proactive police work, processing capabilities and judgement. Most participants agreed that the 12-hour shift system is overall more challenging than the 8-hour arrangement and results in greater levels of general fatigue. Officers with experience of a 12-hour work cycle said that it contributes to high levels of fatigue, increased work-family conflicts, and limited time for recreation. Participants also agreed that night shifts tend to be most challenging with regards to fatigue, length and quality of sleep. The officers struggle to choose between more leisure time and higher pay through extra work. Most participants tended to avoid extra shifts and felt that they decreased their motivation towards the job. Finally, most participants believed that an 8-hour shift system is more family friendly than 12-hour shift systems, especially those who work in an optional shift system.
  Keywords: Shift, rostering arrangement, police, fatigue

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vaktavinna sem lífsstíll.pdf599.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna