is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36140

Titill: 
 • Endurkaup fyrirtækja á íslenskum hlutabréfamarkaði : hvers vegna kaupa fyrirtæki á Íslenskum hlutabréfamarkaði eigin bréf?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um endurkaup félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Fjallað verður um viðtöl sem tekin voru við stjórnendur eða stjórnarmenn í 4 skráðum félögum. Einnig verður fjallað um spurningakönnun sem send var á stjórnendur í öllum skráðum félögum í Kauphöll Íslands.
  Kaup fyrirtækja á eigin bréfum jukust verulega í lok níunda og byrjun tíunda áratugar síðustu aldar í Bandaríkjunum (Grullon og Ikenberry, 2000). Fyrirtæki í Evrópu byrjuðu þó seinna að kaupa eigin bréf af kappi undir lok síðustu aldar (Andriosopoulos og Hoque, 2013).
  Endurkaup fyrirtækja á íslenskum hlutabréfamarkaði hafa aukist mikið á síðustu árum, félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands keyptu eigin bréf fyrir um 1.8 milljarð króna árið 2014. Virði endurkaupa var um 17.6 milljarðar króna árið 2019, en virði heildar endurkaupa fyrirtækja á íslenskum markaði fór í fyrsta sinn yfir virði heildar arðgreiðslna á markaði árið 2018.
  Þegar að stjórnendur í skráðum félögum í Kauphöll Íslands voru spurðir hvers vegna fyrirtæki sem þeir starfa hjá kaupi eigin bréf, var algengasta ástæðan sú að það væri gert til þess að leiðrétta fjármagnsskipan. Aðrar algengar ástæður sem stjórnendur gáfu, voru að bréfin væru keypt því að þau væru undirverðmetin, til þess að hækka tekjur á hvern hlut og vegna sveigjanleika. Einnig taldi meiri hluti þátttakanda að endurkaup myndu aukast í framtíðinni.
  Spurningaviðtöl við stjórnendur fjögurra skráðra fyrirtækja gáfu skýra mynd af stefnu hvers félags. Þar sést að ástæður endurkaupa eru mismunandi eftir félögum. Félög sem eru í vexti eru ólíklegri til þess að kaupa eigin bréf, en félög sem hafa minni vaxtartækifæri. Einnig er munur á því hvort fyrirtæki kjósa að kaupa eigin bréf eftir því á hvaða markaði þau starfa. Það þarf að hafa aðgát sérstaklega þegar um fjármála- eða vátryggingafélög eiga í hlut þar sem virkur eignarhlutur getur myndast án þess að hluthafi stundi viðskipti með bréf í félaginu.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurkaup fyrirtækja á íslenskum hlutabréfamarkaði.pdf609.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna