is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36143

Titill: 
 • Rafbyssur sem valdbeitingartæki lögreglunnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að grafast fyrir um kosti og galla þess að lögreglan sé búin rafbyssum. Rafbyssur eru valdbeitingartæki sem gefa frá sér rafstraum til að yfirbuga mótaðila. Valdbeitingartækið getur nýst lögreglunni sem vægara úrræði í aðstæðum þar sem hún myndi annars grípa til skotvopna. Lögreglulið víða á Vesturlöndum notast við rafbyssur en ekki lögreglan á Íslandi. Ísland er jafnframt einungis eitt af fimm Vesturlöndum þar sem lögreglumenn ganga ekki með skotvopn við skyldustörf. Árið 2007 lagði ríkislögreglustjóri mat á hvort heimila ætti lögreglunni að nota rafbyssur en ákveðið var að gera það ekki sökum kostnaðar og vegna þess hve valdbeitingartækið þótti umdeilt.   
  Með aukinni útbreiðslu rafbyssa hefur verið rætt um öryggi og skilvirkni tækisins. Í umræðunni er einna helst tekist á um hættuna sem snýr að lögreglumönnum og hættuna á því að mótaðilar verði fyrir meiðslum eða láti jafnvel lífið. Rannsóknarspurningin sem við leitum svara við er eftirfarandi: Hvaða áhrif hafa rafbyssur á starf lögreglumanna og almenna borgara? Til þess að svara henni var notast við fræðilegar heimildir og var enginn skortur á þeim. Helstu niðurstöður okkar eru þær að rannsóknir benda til þess að rafbyssur séu almennt taldar vera skilvirk og örugg valdbeitingartæki. Lögreglumenn eru almennt jákvæðir í garð rafbyssa og er meiðslatíðni lítil hjá lögreglumönnum og mótaðilum. Frá læknisfræðilegu sjónarhorni benda rannsóknir til þess að hverfandi líkur séu á því á að rafstraumur frá rafbyssum geti haft varanleg áhrif á starfsemi líkamans. Rafbyssur eru þó vissulega ekki hættulausar. Allri valdbeitingu fylgir einhver hætta á meiðslum en rannsóknir styðja að rafbyssur séu hættuminni en önnur valdbeitingartæki lögreglu. 
  Með vísan í niðurstöður skoðanakönnunar meðal lögreglumanna má draga þá ályktun að lögreglumenn hérlendis telji skorta millistig valdbeitingar frá kylfu og yfir í skotvopn. Niðurstöður könnunarinnar sýna að lögreglumenn voru almennt hlynntir því að hafa aðgengi að rafbyssum. Eftir að höfundar höfðu kynnt sér fjöldann allan af útgefnum skýrslum og rannsóknum um rafbyssur telja þeir að taka ætti notkun rafbyssa á Íslandi aftur til skoðunar. Jafnframt telja höfundar að stjórnvöld ættu að vera opin fyrir því að lögreglan hér á landi taki rafbyssur tímabundið í notkun í tilraunaskyni, líkt og reynst hefur vel hjá nágrannaþjóðum okkar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Lögreglan á Íslandi nýtur mikils trausts almennings og því má ekki glata. Vanda yrði vel til verka við mögulega innleiðingu rafbyssa og hafa gagnsæi að leiðarljósi.
  Lykilorð: rafbyssa, mótaðili, lögregla, rafstraumur, valdbeitingartæki, hættuminni 

 • Útdráttur er á ensku

  The main aim of this thesis is to examine the pros and cons of the use of electrically conducted devices (ECD) by the police. ECDs are so called less lethal use of force equipment which emits electrical current to subdue suspects. ECDs are useful in certain situations where police would usually use lethal force because of the ECD’s capability to subdue suspects without serious injury. Police in many western countries are equipped with ECD’s, however the Icelandic police is not. Moreover, Iceland is one of only five western countries where police officers do not carry firearms on their person. In 2007, the national police commissioner in Iceland assessed whether the police should be armed with ECD’s but it was decided against it due to costs, efforts and how controversial ECDs are. ECDs have become very widespread and that has led to controversial debate on their safety and effectiveness. The debate centres on the danger the police officers are confronted with and the possibility of injuries that suspects might sustain or even sudden death. Our research question is: What effects do ECDs have on police officers and citizens? Academic sources were used to answer this question and there was no shortage of published research on ECDs. The main results are that ECDs are generally thought to be an effective and safe. Police officers’ attitudes towards ECDs are generally positive and injury rates for both police officers and suspects are low. From a medical point of view research shows that the chances of electrical currents from ECDs having permanent effects on the body are very low. ECDs are certainly not completely harmless. As with all police use of force, there is always a chance of injury. Research, however, suggests that ECDs are less dangerous than other use of force means the police employs. The results of a 2012 survey of police officers in Iceland suggests that police officers feel that they lack an intermediate use of force option between batons and firearms. The survey results moreover suggest that officers are very supportive of ECDs. After having reviewed multiple academic sources, we recommend that the national commissioner re-examines the option of equipping the Icelandic police with ECDs and to consider the option of an ECD trial period as has proven successful in our neighbouring countries (Norway, Sweden and Finland). The Icelandic police enjoys high public trust that must not be compromised. Any ECD implementation measures must therefore be carefully carried out and transparent.
  Keywords: Taser/ECD, suspect, police, electrical currents, weapons, less lethal option

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafbyssur sem valdbeitingartæki lögreglunnar PDF:LOK.pdf6.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna