is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36144

Titill: 
  • Áhrif vaktavinnu á íslenska lögreglumenn : samþætting vinnu og einkalífs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sólarhringsþjónustur á borð við sjúkrahús, slökkvilið og lögreglu er mikilvægur þáttur í að halda uppi samfélagi. Til þess að halda uppi þessari þjónustu þarf að hafa mannskap sem er tilbúinn að fórna ýmsu til þess að sinna þessum störfum en rannsóknir hafa sýnt að vaktavinna getur haft skaðleg áhrif bæði á andlega og líkamlega heilsu og einnig tengsl við fjölskyldu og vini. Í þessari ritgerð verður lögð áhersla á að fjalla um áhrif vaktavinnnu á Íslenska lögreglumenn með tilliti til félagslega hlutans, þ.e. tengsl við fjölskyldu og vini. Reynt verður að svara því hvaða vaktakerfi hentar best fyrir lögreglumenn með maka og börn.
    Tekin voru viðtöl við sex íslenska lögreglumenn sem starfa í þremur mismunandi vaktakerfum. Talað var við eina konu og einn karl úr hverju vaktakerfi fyrir sig en viðmælendur áttu það sameiginlegt að eiga maka og börn. Tekin voru fyrir valvaktakerfi, 12 klst. fast vaktakerfi og 8 klst. fast vaktakerfi. Niðurstöður úr viðtölum sýndu sömu niðurstöður og aðrar heimildir höfðu getið til um; að almennt séð telji lögreglumenn að vaktavinna hafi neikvæð áhrif á fjölskyldulífið. Hvað varðar vinina voru svör viðmælenda mismunandi. Þó nefndu margir að vaktavinna væri hentug fyrir einstaklinga. Ekkert eitt vaktakerfi kom best út fyrir fjölskyldufólk en það virtist vera mjög persónubundið hvaða vaktakerfi fólki fannst best að starfa í. Þrátt fyrir að valvaktakerfi sé talið betra fyrir fjölskyldufólk virtust flestir viðmælendur sammála um að þeim liði betur í föstu vaktakerfi því þá væri meiri rútína. Ekki var hægt að greina mun á upplifun af vaktakerfunum milli kynja.

  • Útdráttur er á ensku

    24 hour services like hospitals, fire departments and police are an important part of the society. To be able to keep up this service you need to have employees that are willing to make some sacrifices for their job. Research has shown that working shifts can have negative effects on mental and physical health as well as family and social life. In this essay I will focus on the effects of shift work amongst Icelandic police officers and what effect it has on the social part, both family and friends. I will try to answer the question if there is a shift system that fits best for police officers with a spouse and kids. Six Icelandic police officers that work in three different shift systems were interviewed, one female and one male from each shift system. The shift systems that were observed were a system where the employee can choose his shifts, then a routined shift system with 12 hour long shifts and a routined shift system with 8 hour shifts. A routined shift system is where the same routine goes on and on, for example 5 days on – 5 days off- 4 days on. All of the interviewees had a spouse and children. Findings from this research showed the same results as other research; that in general police officers found that shift work had a bad effect on their family life. When it came to the social part, there were all sorts of different answers. Findings suggested that shift work had a bad influence on family and social life but was good for you as an individual. There seemed to be no system better than other for family oriented officers, but rather it was individual what people thought was the best system. Even though the system where you get to choose your own shift plan is considered to be better for people with families, the interviewees liked routined shifts better. No difference was between the experience of male and female of the different systems.
    Keywords: Shift work, family, stress

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF-Áhrif vaktavinnu á Íslenska lögreglumenn.pdf524 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna