is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36150

Titill: 
  • Starfendarannsóknir : verkfæri til starfsþróunar í lærdómssamfélagi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um starfendarannsóknir og gagnsemi þeirra til að þróa og bæta starfshætti í skólum, í anda lærdómssamfélags. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu stjórnenda í tveimur grunnskólum og tveimur leikskólum af starfendarannsóknum í þeim tilgangi. Spurningin sem rannsóknin byggist á og svara er leitað við er: Hver er reynsla stjórnenda í grunn- og leikskólum á notkun starfendarannsókna og hvernig nýtast þær sem verkfæri við að skilja eigið starf og þróa það á markvissan hátt? Rannsóknin er eigindleg og byggist á tveimur hálfopnum viðtölum við hvert stjórnendateymi í skólunum fjórum. Í viðtölunum kom fram að mikið vinnuálag er á skólastjórum þar sem hlutverk þeirra er flókið og annasamt. Stór hluti starfs þeirra felst í því að leysa úr erfiðum, ófyrirséðum aðstæðum sem þarfnast tafarlausrar úrlausnar samhliða stjórnunarlegri umsýslu sem starfið hefur í för með sér. Í leikskólunum tókust skólastjórarnir auk þess á við mikla manneklu og skort á fagmenntuðu starfsfólki og því er miklum tíma þeirra varið í að leysa forföll og þjálfa nýtt starfsfólk. Rannsóknir sýna að skólastjórnendur eiga erfitt með að ráðstafa tíma til faglegrar ígrundunar og eigin starfsþróunar. Það voru einnig niðurstöður þessarar rannsóknar og var það ein ástæða þess að stjórnendur náðu ekki að vinna að starfendarannsóknum sínum nema að takmörkuðu leyti og minna en fyrirhugað var. Þrátt fyrir það var það upplifun skólastjórnenda að starfendarannsóknir gætu reynst þeim vel til þróunar á eigin starfi ef þeir fengju til þess nægan stuðning við skipulagningu og framkvæmd. Vegna mikils álags sem stjórnendur standa frammi fyrir, er mikilvægt að nálgast allar breytingar á störfum þeirra og skyldum vandlega með faglegri handleiðslu, fræðslu og góðu samstarfi allra aðila.

  • Útdráttur er á ensku

    The work outlines action research as a tool to develop and improve practice in professional learning communities. The aim of the research is to shed light on the experience of school leaders of two primary schools and two preschools to use action research for that purpose. The research question is: What is the experience of school leaders in preschools and primary schools on using action research as a tool for understanding their own practice and to improve it? The research is qualitative and is based on two half-open interviews with each team of school leaders in the four schools. The interviews showed a great workload on principals in the schools as their role is complicated and extensive. A big part of their role is to solve difficult situations that need immediate attention, as well as the administrative work the job entails. In the preschools the school leaders dealt with a great shortage of staff and lack of educated personnel, and thus a lot of their time is spent substituting for employees or training new uneducated staff. Research show that school leaders find it difficult to allocate time for professional reflection and retraining. That was also the case here and that, among other things, caused that the school leaders worked less on their action research projects than expected and was planned. But the school leaders also experienced that the action research could be a great tool for improvement if they got enough support in planning and carrying them out. Because of the extreme pressure these school leaders face in their roles, it's important to approach any change to their work and responsibilities carefully with systematic and elaborated support and collaboration.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug Árnadóttir.pdf901.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna