is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36153

Titill: 
  • Nemendur í grunnskóla með alvarlegt fæðuofnæmi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fleiri eru nú en áður með alvarleg fæðuofnæmi á Íslandi og um allan heim. Óljóst er hvað veldur slíkri fjölgun en líkur eru á því að meðal annars umhverfisþættir, hreinlæti og breytt mataræði hafi þar áhrif. Nauðsynlegt er að koma til móts við einstaklinga með fæðuofnæmi í skóla og samfélagi, sérstaklega er mikilvægt á barna- og unglingsárum að upplifa sig ekki öðruvísi en aðrir. Markmið rannsóknarinnar er að kanna það hvernig grunnskólar á Íslandi halda utan um einstaklinga með alvarlegt fæðuofnæmi. Með alvarlegu fæðuofnæmi er átt við ofnæmi þar sem hætta er á ofnæmislosti. Einnig er markmið að kanna það hvort að slíkt fæðuofnæmi hafi áhrif á félagsskap og líðan viðkomandi. Tekin voru fimm viðtöl við nemendur á mið- og elsta stigi í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Helstu niðurstöður voru þær að reynsla nemenda með alvarlegt fæðuofnæmi er sú að sumir skólar halda ofnæmisvald alveg frá grunnskólanum en alls ekki allir, reynt er þó að koma til móts við nemendur í öllum skólunum með því að halda ofnæmisvald frá kennslustofunni. Félagsskapur og líðan nemenda var almennt góð og virtist fæðuofnæmið ekki hafa þar áhrif. Mikilvægt er að allir starfsmenn skóla séu vel upplýstir um þann einstakling sem er með fæðuofnæmi og hvernig bregðast skal við komi upp ofnæmislost og einnig að þeir geti gætt þess að viðkomandi upplifi ekki einangrun vegna fæðuofnæmisins.

  • Útdráttur er á ensku

    More people have food allergies now than before, in Iceland and all over the world. It is unclear what causes this increase but it is believed to be caused by environmental factors, increased cleanliness and a change of diet. It is important that individuals with food allergies feel accepted in school and in the community. The objective of this research was to explore how elementary schools in Iceland take care of individuals with severe allergies. Severe allergies include those who are at risk of getting anaphylaxis from food. Five students ages 11 to 14 from four different elementary schools in the capital area of Iceland, were individually interviewed by qualitative research. The main findings of this research were that some of the elementary schools keep some allergens completely away while some do not ban the allergens but try and keep the students safe by eliminating allergens from the classroom. Socially and spiritually all students had a positive experience where the food allergy was not a problem. It is important that all employees of schools have knowledge about the individuals with severe allergies and know what to do in case of anaphylaxis, it is also important to take care of the individual and make him feel as a part of the group.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nemendur í grunnskóla með alvarlegt fæðuofnæmi - Anna Kristín Jóhannesdóttir.pdf581,51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna