is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36154

Titill: 
  • Nearpod í stærðfræðikennslu : hefur notkun forritsins áhrif á bekkjarstjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að sjá hvernig til tækist að nota kennsluforritið Nearpod í stærðfræðikennslu á miðstigi í grunnskóla. Einnig er horft til þess hvort notkun á kennsluforritinu hafi einhver áhrif á bekkjarstjórnun. Á síðustu árum hefur það aukist að skólar noti tækni í kennslu. Fjölmörg ný forrit standa til boða til að nota í kennslu og er það í höndum kennara að ákveða hvort þeir komi tækninni eða forritunum inn í kennsluna. Lögð var áhersla á að reynsla rannsakandans og nemendanna sem þátt tóku í rannsókninni kæmi fram í niðurstöðunum. Alls voru það tveir árgangar fæddir árið 2007 og 2008 sem tóku þátt í rannsókninni sem var framkvæmd á haustönn árið 2019. Rannsóknin er starfendarannsókn þar sem eigindlegum gögnum var safnað með viðtölum, munnlegum heimildum, reynslunni sem fékkst við gerð rannsóknarinnar og svo megindlegum gögnum sem safnað var með spurningarlistum. Niðurstöður leiða í ljós að notkun á kennsluforritinu Nearpod í hefðbundinni stærðfræðikennslu skilaði ekki nægilegum árangri, en þegar var unnið með efni sem tengdist efninu óbeint skilaði það sér betur. Einnig sýna niðurstöður að notkun á kennsluforritinu í stærðfræði skilaði sér ekki í betri bekkjarstjórnun.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of the study was to investigate the teaching app Nearpod, during math sessions, in primary school. Furthermore, the effect of classroom management, while using the app, was investigated. Over the past few years schools have increased the use of technology during teaching sessions. Numerous new teaching apps have been created and published. It is nonetheless up to teachers if they want to adapt their sessions to new technology and use it. We emphasized that the experience of both the researcher, and the students who participated in the study, were showed in the results. The study was conducted in the fall of 2019. The participants consisted of students from two different grades, born in 2007 and 2008. The study is a practitioner research where both qualitative data was gathered during interviews, verbal citations, the experience obtained during the study and quantitative data which was gathered with questionnaires. The results show that the usage of the teaching app Nearpod, during conventional math sessions, did not show sufficient results. However, when using content not directly linked to the subject, it showed better results. The results also show that the usage of the app, during math sessions, did not improve classroom management

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 03.06.2021.
Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36154


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nearpod í stærðfræðikennslu- Hefur notkun forritsins áhrif á bekkjarstjórnun.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna