is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36157

Titill: 
  • Staða sálfræðikennslu í framhaldsskólum á Íslandi : yfirlit yfir námsframboð og kennslu skólaárið 2019-2020
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með breytingum á Aðalnámská framhaldsskóla frá árinu 1999-2011 hefur áhersla á sálfræði minnkað. Í eldri aðalnámskrá framhaldsskóla (1999) hafði sálfræði vel skilgreinda stöðu. Hún var skipulögð á bóknámsbrautum til stúdentsprófs sem kjörsviðsgrein og hluti af samfélagsgreinum í kjarna (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 1999a, bls. 11–22). Á þeim tíma var einnig til undirhefti um samfélagsgreinar sem greindi frá sex sálfræðiáföngum og markmiðum þeirra (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 1999b, bls. 110). Í núgildandi Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) eru engar upplýsingar um sálfræði. Þar eru hefðbundnar námsgreinar sem skólum er skylt að kenna; íslenska, íþróttir, erlend tungumál, lífsleikni, náttúrufræði, saga, stærðfræði og upplýsingatækni (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 2011, bls. 52–54). Sálfræði er námsgrein sem skólar hafa val um að kenna og þarf ekki að vera hluti af námsframboði skólanna ef tekið er mið af þeim ramma sem aðalnámskráin setur (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 1999, bls. 9; Aðalnámskrá framhaldsskóla, 2011, bls. 90). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stöðu sálfræðikennslu í framhaldsskólum árið 2019-2020. Í fyrstu voru allir 38 framhaldsskólar landsins skoðaðir. Því næst lentu þeir skólar sem bjóða upp á bóknám í úrtaki, alls 30 skólar skólaárið 2019-2020. Upplýsingar um sálfræðikennslu voru fengnar af vefsíðum skólanna og með viðtölum við lykilaðila við hvern skóla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þrátt fyrir lítið vægi sálfræði í núgildandi aðalnámskrá bjóða allir bóknámsskólar nema einn uppá einhverja sálfræði. Á skólaárinu 2019-2020 kenna 28 skólar, 22 ólíka sálfræðiáfanga. Kenndir eru áfangar allt frá einum upp í níu og að meðaltali fjórir. Í þessum 28 skólum eru alls 4.526 sálfræðinemendur (25% allra nemenda í bóknámsskólum). Hlutfall stúlkna sem lærir sálfræði er hærra (66%) en drengja (28%) en kyn 6% nemendanna óþekkt. Þrátt fyrir fjölbreytt námsframboð er 70% sálfræðinemenda í eftirfarandi þremur áföngum: inngangi að sálfræði, þroskasálfræði og afbrigðasálfræði. Sálfræðikennarar í framhaldsskólum eru flestir með sálfræðimenntun og háan starfsaldur. Niðurstöðurnar gefa gott yfirlit yfir núverandi stöðu á sálfræðikennslu í framhaldsskólum á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    Changes in the curriculum for junior colleges in the past 20 years have put increasingly less emphasis on psychology. In the older curriculum (1999) psychology was well defined as one of core subjects and a part of the social study programs in general academic education (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 1999a, bls. 11–22). In a specific sub-curriculum for social studies, six psychology courses are described with lists of core contents, knowledge requirements, and goals (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 1999b, bls. 110). In the current curriculum for junior colleges in Iceland (2011) one will find all the mandatory subjects: Icelandic, PE, foreign languages, life skills, history, biology, mathematic, and computer science, but no information about psychology (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 2011, bls. 52–54). Psychology is optional and not considered an important subject in academic programs in junior colleges in Iceland, according to the curriculum (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 1999, bls. 9; Aðalnámskrá framhaldsskóla, 2011, bls. 90). The purpose of this study was to get an overview of the current status of psychology education and its place in junior colleges in Iceland. 30 junior colleges in Iceland offer general academic programs leading to martriculation examination, all were selected to take part in the research. Information on the subject were obtained from the school´s websites and by interviewing a key person in each school. The main results are that even though the subject gets no emphasis in the curriculum, all schools except one offer psychology courses in their educational programs. 28 schools were teaching 22 different courses in the subject during the academic year 2019-2020. In these 28 schools there are a total of 4,526 psychology students (25% of all students in the selected schools). Psychology students were 66% girls and 28% boys (6% are unknown). Despite the variety of psychology courses offered by the schools, 70% of psychology students were learning the same three courses: introduction to psychology, developmental psychology, and abnormal psychology. Most psychology teachers in the junior colleges have completed an education within psychology and also have a long carreer of teaching the subject. These findings give a good overview of current status of psychology in study programmes of junior colleges in Iceland.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sálfræðikennsla í framhaldsskólum-Birna G .pdf612.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna