Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36158
Rannsóknin er hluti af samnorrænu verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur það að markmiði að kanna hvernig Norðurlöndunum hefur tekist að innleiða Heimsmarkmið 4.7 um menntun til sjálfbærrar þróunar. Í rannsókninni er einblínt á stöðu Íslands og eru rannsóknarspurningarnar þrjár: 1) Hvað segja lög og reglugerðir um menntun til sjálfbærni á Íslandi? 2) Hvernig er staðan innan veggja tveggja grunnskóla á Íslandi með tilliti til sjálfbærnimenntunar? 3) Upplifa grunnskólakennaranemar sig nægilega undirbúna fyrir sjálfbærnikennslu?
Til að leita svara við rannsóknarspurningunum var gagnaöflun rannsóknarinnar skipt í þrennt. Í fyrsta lagi var framkvæmd textagreining á lögum um grunnskóla, Aðalnámskrá grunnskóla, skólastefnum sex sveitarfélaga og skólanámskrám tveggja þátttökuskóla. Í öðru lagi voru tekin þrjú rýnihópaviðtöl í tveimur grunnskólum, það er Síðuskóla og Þelamerkurskóla. Í þriðja lagi var rætt við rýnihópa fjórða og fimmta árs kennaranema við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.
Niðurstöðurnar sýna að umfjöllun um hugtökin sjálfbærni, mannréttindi, kynjajafnrétti, menningarlega fjölbreytni og alheimsvitund er ábótavant í lögum um grunnskóla. Í Aðalnámskrá grunnskóla hafa hins vegar verið sett fram metnaðarfull markmið í tengslum við þau. Þrátt fyrir að sveitarfélög leggi mismikla áherslu á hugtökin í skólastefnum sínum virðast báðir þátttökuskólarnir vinna metnaðarfullt starf í tengslum við þau. Þannig læra nemendur bæði um hugtökin í verki og í gegnum skipulögð verkefni í ólíkum námsgreinum. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að hugtökin fá mismikið vægi í kennaranámi og vilja kennaranemar fá ítarlegri og heildstæðari umfjöllun um þau enda telja þeir sig heilt yfir ekki nægilega undirbúna til að fást við þau í kennslu.
Lykilhugtök: Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærni, sjálfbær þróun, menntun til sjálfbærni, mannréttindi, kynjajafnrétti, jafnrétti, menningarleg fjölbreytni og alheimsvitund.
This study is a part of the Nordic Council of Ministers’ research project focusing on the implementation of the UN Sustainable Development Goal 4.7 in the Nordic countries. This study focuses on Iceland. There are three research questions: 1) What do laws and regulations in Iceland say about education for sustainability? 2) How do two compulsory schools in Iceland work towards sustainability? 3) Do student teachers feel adequately prepared for sustainability teaching?
In order to answer these questions, data collection was divided into three parts. Firstly, a content analysis was conducted on the Icelandic law on compulsory schools, the Icelandic national curriculum, the educational policy of six municipalities and the school curriculum of the two participating schools. Secondly, three focus group interviews were conducted in two compulsory schools. Thirdly, two focus group interviews were conducted with fourth and fifth year student teachers in University of Akureyri and University of Iceland.
The results indicate that there is a lack of discussion about sustainability, human rights, gender equality, global citizenship and appreciation of cultural diversity in the Icelandic law on compulsory schools. However, ambitious goals have been set in the Icelandic national curriculum. Even though there is a difference between the municipalities on how much emphasis is placed on the concepts, both of the participating schools seem to be doing an ambitious job when it comes to the concepts. In other words, students learn about them concepts both through learning by doing and also through organised projects in different subjects. The results also indicate that the key concepts receive an unequal discussion in teacher education. Therefore, student teachers would like to receive a more detailed and comprehensive discussion about them as they feel that they are not quite prepared enough to teach about them.
Keywords: UN Sustainable Development, sustainability, sustainable develo- pment, sustainabale education, human rights, gender equality, equality, global citizenship and appreciation of cultural diversity.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sjálfbærni til framtíðar.pdf | 4,51 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |