is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36160

Titill: 
 • Er ég að gera nóg? : einbeittur vilji móður til að efla lestrarhæfni barns síns : starfendarannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa eigin vinnubrögð og samskipti við barn mitt í samstarfi við skóla til að geta veitt barninu mínu stuðning til að styrkja og efla hæfileika hans í læsi. Einnig vildi ég efla, styrkja og móta eigin starfskenningu til að geta tekist á við kennarastarf, einstaklingsmiðun og foreldrasamskipti. Rannsóknin er miðuð að mínum gjörðum, mínum samskiptum og mínu sjónarhorni. Rannsóknin beinist að samstarfi heimilis og skóla um lestrarnám með fókus á tiltekið barn.
  Sem móðir vildi ég rannsaka kennsluaðferðir og samskipti sem gætu styrkt barn mitt í lestri en það er getumikill drengur á einhverfurófi, með ADHD greiningu og málþroskaröskun. Hann er í lægsta viðmiði í lesfimi. Ég taldi heppilegast að geta svarað rannsóknarspurningunni: Hvernig get ég bætt mig í því hlutverki að stuðla að betri lestrarhæfileikum barnsins míns og styrkt það til framtíðar í samstarfi með skóla? með aðstoð starfendarannsóknar. Ferli starfendarannsóknar byggist á ígrundun á íhlutun og endurmati og þannig gat ég á rannsóknartímanum ígrundað hlutverk mitt sem foreldri og gagnsemi fjölbreyttra aðferða, sérstaklega í leikjaformi. Á sama tíma gat ég mótað starfskenningu mína.
  Helstu ályktanir sem má draga af niðurstöðum er að móðir getur með skipulögðum hætti betrumbætt eigin vinnubrögð og samskipti. Hún getur notað fjölbreyttar kennsluaðferðir og leiki og styrkt barn sitt í læsi. Drengurinn sýndi framfarir, en þær voru hægar og markmiði í lesfimi var ekki náð á rannsóknartímanum. Samband við skóla varð umfangsminna en æskilegt er því ég tel að drengurinn þurfi mun meiri stuðning með læsi en móðir getur ein valdið. Með nýjustu upplýsingum ætti samstarf við skóla að vera gagnvirkara og með þarfir drengsins að leiðarljósi.
  Starfkenning mín mótaðist með starfendarannsókninni og tel ég að ástæðu til að halda því fram að foreldrar geti vel styrkt færni barna sinna með leik heimavið ef markviss stuðningur kennara fylgir.
  Lykilhugtök: Kennslufræðilegt uppeldi, samstarf heimilis og skóla, lestrarörðugleikar, fjölbreyttar kennsluaðferðir, starfskenning, greiningar og nám.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this action research was to improve my own teaching methods and communications with my child. With home-school collaboration the purpose was to enhance my child’s literacy skills. Simultaneously I hoped to develop my personal work theory to be more effective in teaching, individualization and home-school collaboration. This research is based on my actions, my communications, and my perspectives. It concentrates on homeschool collaboration and literacy with a focus on a specific child.
  As a mother I wanted to explore teaching methods and communications that
  could empower my child in reading. He has a high functioning autism, ADHD diagnosis and language impairment. His reading fluency assessment scores are below the 90 percentile benchmarks. The process of action research is based on reflection and reassessment. During the research I was able to reflect on my role as a parent and the use of innovative teaching methods, especially games, in order to answer the research question: How can I improve my role in promoting better reading skills to my child and strengthen it for the future in collaboration with school?
  Main conclusions derived from the research are that a mother can, in an
  organized way, improve her own teaching and communication. She can use a
  variety of teaching methods and games and empower her child literacy skills. The boy showed gradual progress but did not achieve the reading fluency goal. Unfortunately, the home-school collaboration was minimal, and I believe the child needs more intervention with his literacy skills then a mother can provide alone. With the latest information, the collaboration with school should be more interactive and with the boy’s needs in mind. My personal work theory was developed, and I believe that I can state that parents can strengthen their children’s literacy skills at home with the support of teachers.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.05.2140.
Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit _ Elín_Sigríður_Birgisdóttir_MPR0230.pdf80.55 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildarskrá_Elín_Sigríður_Birgisdóttir_MPR0230.pdf194.66 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl_Elín_Sigríður_Birgisdóttir_MPR0230.pdf351.24 kBLokaður til...31.05.2140FylgiskjölPDF
Elín_Sigríður_Birgsdóttir_MPR0230.pdf1.09 MBLokaður til...31.05.2140HeildartextiPDF