Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36161
Íslenska er veigamikill þáttur í skólakerfinu og þar hefur málfræðin alltaf vegið þungt. Það eru hins vegar ekki allir sammála um hvaða málfræði skuli kenna, hvar áherslurnar skuli liggja og hversu miklum tíma skuli eytt í hvern þátt. Íslenskukennarar hafa ekki heldur alltaf frjálsar hendur með það enda fylgja þeir aðalnámskrá auk þess sem taka þarf mið af samræmdum prófum.
Tilgangurinn með þessu verki er að skoða viðhorf kennara til málfræðikennslu í grunnskólum, hvaða áherslur þeir telja mikilvægar og hvort áherslurnar í aðalnámskrá samræmist skoðunum þeirra. Þá eru viðhorf til samræmdu prófanna skoðuð og vöngum velt yfir því hvort þau séu nauðsynleg.
Tekin voru fjögur viðtöl við starfandi kennara á mismunandi stöðum og mismunandi stigum á Austurlandi, þar á meðal einn starfandi skólastjóra. Allt voru þetta konur og allar mæður sem eiga börn sem hafa lokið grunnskóla. Þær þekkja því til málfræðikennslu, málfræðináms og samræmdu prófanna frá báðum hliðum, sem kennarar og sem foreldrar.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að allir kennararnir sem talað var við telja málfræði mikilvæga og að mikilvægt sé að kenna hana en þó ekki sem sérstaka námsgrein heldur skuli koma henni að heildstætt í gegnum allar námsgreinar. Þá virðast menn vera sammála um að heildstæð móðurmálskennsla beri mestan árangur. Mikilvægt sé að nemandinn geti talað og ritað rétt mál en til þess þarf að kunna málfræðina. Þá þarf að þekkja hugtökin og skilja fyrir hvað þau standa en þar hafa áherslur í kennslu lengi legið. Þá telja kennarar almennt að samræmdu prófin eins og þau eru núna séu bæði gölluð og þarflaus en að þau stjórni ekki lengur kennslunni eins og þau gerðu áður.
Icelandic is an important factor in the Icelandic school system, with grammar weighing heavily. However, not everyone agrees on what grammar should be taught, where the emphasis should lay and how much time should be spend on each part. The teachers must follow the national curriculum and take the national tests into account. The purpose of this study is to explore teachers’ view toward teaching grammar in school, what emphasis they think is important and whether they think the curriculum is in accordance with what they think important. Four acting teachers from different parts of East Iceland, teaching in different grades, were interviewed. They were all women, all mothers of children who have gone through the Icelandic school system so they know grammar learning and teaching from both sides, as teachers and as parents. The main results of this study show that the teachers believe grammar to be an important subject to teach but not necessarily in isolation; rather as a part of comprehensive study. The teachers agreed on the comprehensive teaching method as the most successful grammar teaching method. The main goal should be that the student could speak and write correct language and for that he had to know the grammar. They also had to know certain concepts and understand what they stand for. The teachers believe the national tests to be unnecessary and flawed, as they are now, but they don’t let them control their teaching anymore as they did before.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Völundarhús tungumálsins.pdf | 513.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |