is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36163

Titill: 
  • Arðbærni og tekjumyndun sjálfstætt starfandi tónlistarmanna á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskur tónlistarmarkaður er síbreytilegur og stækkandi og getur það reynst mörgum sjálfstætt starfandi tónlistarmönnum erfitt að festa sér sess á honum og gera tónlistarsköpun sína að meginatvinnu. Eins og í öðrum atvinnugreinum er aðalmarkmið þáttakenda að mynda tekjur og þar af leiðandi auka lífsgæði sín, gefa gott af sér og greiða til samfélagsins. Oft er talað um arðbærni í sambandi við fyrirtækjarekstur en arðbærni er samkvæmt skilgreiningu íslenskrar orðarbókar eitthvað sem gefur ágóða. Til þess að kanna arðbærni og tekjumyndun sjálfstætt starfandi tónlistarmanna þurftu höfundar að greina hvaða þættir skipta sköpum í sambandi við tekjumyndun innan tónlistarmarkaðarins og meginmarkmið verkefnisins var að reyna útskýra þessa þætti nánar og greina hvar helstu tækifæri og áskoranir liggja. Við greiningu var aðallega stuðst við viðtöl við aðila sem starfa innan íslenska tónlistarmarkaðarins en einnig var notast við fyrirliggjandi gögn. Einnig er annar höfundur verkefnisins sjálfstætt starfandi tónlistarmaður og gat því miðlað sinni reynslu við gerð verkefnisins. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að tekjumyndun tónlistarmanna á sér nánast eingöngu stað í formi lifandi flutnings og telst atvinnugreinin ekki arðbær nema tónlistarmaðurinn sé með reglulegar bókanir á lifandi viðburði, en einnig sýndu niðurstöður að með því að leggja vinnu í að tengjast viðskiptavinum sínum með hnitmiðaðri markaðssetningu og vörumerkjaþróun er hægt að auka líkur á slíkum bókunum.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð_final_final.pdf803,46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna