is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36164

Titill: 
  • Fjarnám til framtíðar : lifandi kennsla í fjarumhverfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi meistararitgerð í menntunarfræðum fjallar um fjarnámskennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða þörf og möguleika til umbóta á fjarnámi í tungumálakennslu. Hugtök og skilgreiningar um nám og fjarnám voru reifaðar og jafnframt litið til áskorana og ávinnings í fjarnámi. Stefna stjórnvalda í tengslum við byggðaþróun var sett í samhengi við fjarnám. Námskenningar sem tengjast nýbreytni í fjarnámi voru skoðaðar og ræddar. Litið var á gæðakerfi fjarnáms og aðgengi kennara auk þess að skoðuð voru forrit sem hægt er að nota við kennsluna. Megindleg spurningakönnun var lögð fyrir tungumálakennara sem kenna áfanga í fjarnámi í framhaldsskólum. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: Hve vel þekkja kennarar forrit sem eru í boði? Hvernig telja kennarar að mæla ætti gæði áfanga í fjarnámi? Hvað telja kennarar að þurfi til svo að nemendur séu virkir í fjarnámi? Þrjátíu aðilar svöruðu könnuninni og voru svör þeirra borin saman við aðrar kannanir um sambærilegt efni. Niðurstöður sýndu í meginatriðum að flestir svarendur höfðu stutta starfsreynslu í kennslu í fjarnámi, fannst þá skorta kunnáttu í uppsetningu fjarnámsáfanga og notuðu helst námsstjórnunarkerfi skólans. Þeir þekktu forritin sem spurt var um en færri notuðu þau í fjarkennslu. Gæðakerfi skóla er snýr að fjarnámi vantaði sýnileika og fjarnámsáfangar voru metnir minni að gæðum heldur en staðnám. Líkur á að nýjungar í kennsluháttum birtust í fjarnámi töldu svarendur litlar. Virkni nemanda réðist af reglulegum samskiptum við þá, að uppsetning fjarnámsáfanga væri skýr, aðgengileg og augljós. Fjölbreyttar kennsluaðferðir og verkefnaframboð, sem fól í sér val fyrir nemendur voru árangursríkastar. Ávinningar fjarnáms voru helstir sveigjanleiki, bæði kennara og nemenda, auk ræktunar sjálfstæðra vinnubragða og möguleikar á stjórnun námshraða. Áskoranir fjarnáms snérust meðal annars um eignarhald verkefna og einnig að auka mætti samstarf milli kennara eða milli skóla. Jafnframt var óskað eftir aukinni þátttöku stjórnvalda í þróun fjarnáms.

  • Útdráttur er á ensku

    This master's thesis in education deals with distance education in upper secondary schools in Iceland. The aim of the study is to examine the need and potential for improvement of distance learning in language teaching. Concepts and definitions of distance learning and education were discussed, and the challenges and benefits of distance learning considered. Government policy on regional development in the context of distance learning was investigated. Learning theories related to innovation in distance education were examined and discussed. The quality system of distance learning and accessibility of teachers was considered, as well as examining computer programs that can be used in distance teaching. A quantitative questionnaire was submitted to language teachers who teach distance learning courses in secondary schools. The research questions were as follows: How well do teachers know the computer programs that are available? How do teachers think that the quality of distance learning should be measured? What do teachers think is needed for students to be active in distance learning? Thirty people answered the survey and their responses were compared to other surveys on similar topics. In principle, the results showed that most respondents had short work experience in distance learning, found themselves lacking skills in setting up distance learning courses, and primarily used the school's learning management system. They knew the applications that were being asked for, but few used them in distance education. They felt that the quality system that addresses distance learning, lacked visibility and distance learning courses were rated lower in quality than on-site learning. Respondents felt uncertain that innovations in teaching methods emerged in distance education. Increase in students’ activity was determined by regular communication with them and based on the clear setting of distance learning courses, their accessibility and transparency. A variety of teaching methods were used and variable projects, which included student choice, were most effective. The greatest benefits of distance learning were flexibility, both for teachers and students, as well as the cultivation of independent work methods and possibilities for managing learning speed. The challenges of distance education included, among other things, project ownership and the possibility of collaboration between teachers or between schools. At the same time, increased government participation in the development of distance learning was requested.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR- Eva Jóhanna Óskarsdóttir.pdf657.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna