is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36165

Titill: 
 • Veikt bakland er einkennandi fyrir þessa nemendur : skólaforðun íslenskra skólabarna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skólaforðun er vandi sem virðist hafa verið viðloðandi íslenskt skólakerfi um langa hríð. Fram hafa komið ýmsar skilgreiningar á skólaforðun og hvernig best sé að greiða úr þeim vanda sem steðjar að. Mismunandi skilgreiningar á hegðunarmynstrinu virðist hafa skapað óvissu um hvaða lausnir eigi að leggja áherslu á og hvenær, bæði þegar horft er til meðferðaúrræða sem og forvarna.
  Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu íslenskra kennara af skólaforðun og birtingarmynd hegðunarinnar að þeirra mati. Einnig var leitast við að fá fram skoðun þeirra á því hvernig mætti bregðast við skólaforðun sem þau hafa upplifað á sínum kennaraferli. Rannsóknarspurninginn var: Hver er upplifun og reynsla kennara af skólaforðun íslenskra skólabarna?
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að birtingarmynd skólaforðunar getur verið misjöfn. Nauðsynlegt er að endurskilgreina skólaforðun meðal annars vegna þess að leyfisbeiðnum foreldra vegna fría barna þeirra hefur verið blandað inn í annars konar og mun flóknari vanda sem allir kennarar eru að glíma við ásamt nemendum og forsjáraðilum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru ótvírætt á þann veg að það ríki algjört úrræðaleysi innan skóla gagnvart vanda nemenda sem glíma við skólaforðun. Viðmælendur voru allir sammála um nauðsyn þess að fjölga fagfólki innan skóla þar sem meðal annars fleiri börn búa við erfiðari fjölskylduaðstæður en áður. Kennarar eru orðnir langeygir eftir hjálp sérfræðinga inn í skólana sem hafa reynslu og þekkingu til þess að takast á við orsakir skólaforðunar og þann vanda sem skólaforðun barna hefur í för með sér.
  Þess er vænst að niðurstöðurnar geti gagnast skólayfirvöldum við frekari stefnumótun í málaflokknum þar sem hægt verði að koma betur til móts við börn sem búa við félagslega erfiðleika og fjölskyldur þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  School refusal is a problem that seems to have been ongoing in the Icelandic school system for a long time. Various definitions of school refusal have been stated and how best to solve the problems that are encountered. Different definitions of the behavioural pattern have created uncertainty regarding solution focus in terms of treatments and prevention.
  The main goal of this research was to gather data that highlights how Icelandic teachers have experienced School refusal, how it manifests to students in their school environment and get their perspective on how to respond to this unfortunate development over the years.The research question was: What are teachers experience and reaction of school refusal from Icelandic elementary students?
  The result from this research shows that school refusal can appear in various ways. It is necessary to redefine the problem, partly because permission requests for family vacations or private matters have been mixed into other complex problems that all teachers are facing together with students and parents. The results of the study show it clearly that there is complete helplessness in the problems behind school refusal. All participants agree that it is vital that professionals, need to be brought into the schools to assist. It has been more common that students show symptoms of distress that may be the result of a poor social or family background. Teachers are getting desperate for help from other professionals to assist on needs for those cases.
  These findings can give school authorities a new perspective on how to meet elmentary students with new solutions when it comes to school refusal issues.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Fjola hrafnkelsdottir skolafordun islenskra skolabarna lokaskil 28.mai 2020.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna