is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36166

Titill: 
  • Ábyrgar fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða : stefnumótun og eftirfylgni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ábyrgar fjárfestingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki fyrir stofnanir í fjármálageiranum sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni í rekstri. Ábyrg fjárfesting er langtíma fjárfestingarstefna sem samþættir UFS þætti inn í rannsóknar-, greiningar- og valferli fjárfestingavalkosta sem mun gagnast samfélaginu með því að hafa áhrif á hegðun fyrirtækja.
    Í þessu rannsóknarverkefni var rannsakað hvernig fjórir af fimm stærstu lífeyrissjóðum Íslands mynda stefnu í ábyrgum fjárfestingum og hvernig eftirfylgni þeirra er háttað. Tekin voru djúpviðtöl við forsvarsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV), Frjálsa lífeyrissjóðsins og Gildi lífeyrissjóðs. Djúpviðtölin voru flokkuð í fjögur meginþemu og höfðu þrjú þeirra tvö undirþemu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að lífeyrissjóðirnir fjórir hafa allir myndað sér stefnu í ábyrgum fjárfestingum en á ólíkan hátt. Tveir lífeyrissjóðir, LSR og LV, bjuggu til grunnviðmið og gildi sem var haft til hliðsjónar við myndun stefnu í ábyrgum fjárfestingum. Frjálsi studdist við UFS viðmið Nasdaq kauphallar við myndun stefnunnar og Gildi myndaði stefnu sína í ábyrgum fjárfestingum með áherslu á hluthafastefnu og ábyrga stjórnarhætti. Eftirfylgni sjóðanna var öll byggð á virku eignarhaldi þar sem mætt var á hluthafafundi ásamt því að taka virkan þátt í atkvæðagreiðslum og tillögum til stjórnar.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. ritgerð - Elma Rún og Sædís Lea.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna