is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36168

Titill: 
 • Agastefna fyrir Auðarskóla : leiðtoginn í mér, SMT-skólafærni eða Uppeldi til ábyrgðar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu meistaraverkefni er leitast við að finna agastefnu sem gæti hentað Auðarskóla í Dalabyggð. Agastefnur eru að mati höfundar mjög mikilvægar þegar kemur að skólastarfi og rannsóknir sýna að agi og agastefnur geta bæði stuðlað að góðum skólaanda og verið leiðbeiningar og rammi fyrir kennslu í félagsfærni barna (Anna Kristín Guðmundsdóttir, 2016, bls. 30; Walker, Irvin og Sprauge, 1997, bls. 8; Hagekull & Hammarberg, 2004, bls. 310). Stefnurnar sem voru taldar álitlegar að mati höfundar eru Leiðtoginn í mér, SMT-skólafærni og Uppeldi til ábyrgðar.
  Stuðst var við blandað rannsóknarsnið við gerð þessarar rannsóknar (e. mixed method research). Rannsóknin byggir á megindlegri greiningu úr spurningakönnun til foreldra/forráðamanna barna við Auðarskóla. Eigindleg viðtöl voru tekin við forsvarsmenn þriggja skóla sem starfa eftir þeim agastefnum sem voru til skoðunar. Tveir rýnihópar voru myndaðir úr starfsmannahópi Auðarskóla. Allt var þetta gert til að reyna að fá dýpri sýn á hvaða agastefna gæti hentað skólanum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að meirihluti foreldra/ forráðamanna barna styðja það að Auðarskóli taki upp agastefnu og að þeim finnist mikilvægt að börn þeirra læri í skólanum sjálfsaga, leiðtogahæfni og að bera virðingu. Starfsfólk ræddi um stefnurnar þrjár og greindu helsta agavandann sem þau standa frammi fyrir í dag. Ábyrgðar- og virðingarleysi nemenda var fyrirferðamest í umræðunni. Starfsfólk sagðist tilbúið til að taka upp hvaða stefnu sem er svo fremur sem stjórnendur væru fyrirmyndir í innleiðingarferlinu og gæfu starfsmönnum tækifæri til að læra hana. Mestan áhuga sýndu starfsmenn á verkefni leiðtogans í mér og tjáðu jákvæðar skoðanir til þeirrar stefnu. Úr viðtölunum við forsvarsmenn skólanna má sjá að velgengni agastefnanna veltur að miklu leyti á hvernig stjórnendur bera sig til. Ef stjórnendur eru áhugasamir um stefnuna, duglegir að minnast á hana og hvetja starfsmenn áfram eru meiri líkur á að hún verði farsæl í skóla-stofnuninni. Hins vegar getur stuðningur starfsfólks ráðið úrslitum um hvort innleiðing og notkun gengur upp eða ekki. Það stemmir við niðurstöður fyrri rannsókna um innleiðingu agastefna.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to investigate which disciplinary approaches are most suited for 'Auðarskóli' elementary school. Disciplinary approaches are considered very important for schools and working with children. They can help increase good school morale and be a guiding line for teachers dealing with student behavior and/or to prevent a behavior from becoming problematic (Anna Kristín Guðmundsdóttir, 2016, p. 30; Walker, Irvin & Sprauge, 1997, p. 8; Hagekull & Hammarberg, 2004, p. 310). Three promising approaches were chosen: 'Leader in me', SMT- School proficiency (PBS based theory) and Restitution.
  The data was collected with mixed-method research using both quantitative and qualitative methods. The quantitative data was collected in an online survey sent to parents of children in Auðarskóli and the qualitative data was collected through individual interviews that were conducted with three spokespersons from schools who are currently working with these disciplinary approaches. Two focus groups were formed with employees in Auðarskóli to analyze the data and define what disciplinary methods would have the greatest benefits for the school. The findings of that research indicate that parents’ opinions towards the schools' disciplinary approaches are very favorable to kids adopting leadership, self-discipline, and respect and that those qualities need to be taught in school. The focus groups discussed their opinion on these disciplinary approaches, and they were willing to perform any approach as long as the administration would be the driving force in the implementation process and would give the staff enough tools and time to learn. The faculty were most interested in the 'Leader in me' approach and expressed positive comments towards implementing that approach. Findings from the representatives of the schools were that the efficiency of disciplinary approach owes a lot to administrative behavior and lack of support from leadership to disciplinary methods in schools is detrimental to their success although it all comes down to the implementation and diligence of the employees applying it. These findings are consistent with existing research.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2gudbjortloa_Agastefna_fyrir_Audarskola.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna