is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36169

Titill: 
 • Afskólun í nútímasamfélagi : að elta á sér nefið
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða afskólun (e. unschooling) frá sjónarhorni foreldra sem hyggjast afskóla börnin sín. Í rannsókninni er varpað ljósi á hugmyndafræði afskólunar og grennslast fyrir um hver viðhorf foreldra eru til menntunar og af hverju þeir velja þessa leið þegar kemur að menntun barna þeirra. Einnig var reynt að fá svör við því hvort samband sé á milli viðhorfa þeirra til menntunar, þeirra eigin reynslu af skólakerfinu og vilja þeirra til að afskóla börnin sín. Með þessi atriði í huga var því velt fyrir sér hvort afskólun sé raunhæf nálgun á námi í nútímasamfélagi.
  Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við söfnun og úrvinnslu gagna. Sjö hálfopin viðtöl voru tekin við tíu einstaklinga.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að foreldrar skilgreina afskólun sem sjálfsmiðað nám sem byggt er á innri áhugahvöt. Með afskólun er lögð áhersla á ábyrgð, sjálfræði og frelsi. Ekki er hægt að álykta að reynsla foreldra af skólakerfinu hafi haft bein áhrif á áhuga þeirra á að afskóla en greinilegt var að neikvæð sýn þeirra á skólakerfinu hafði þar áhrif. Almennt höfðu þátttakendur neikvætt viðhorf til skóla og töldu kennsluaðferðir vera úreltar og óviðunandi. Einnig töldu foreldrar að nemendum í skólum væri ekki gefinn kostur á að stunda einstaklingsmiðað nám og að þeir fengju ekki að taka ábyrgð á eigin námi.
  Áskoranir eru í vegi afskólara þar sem ekki einungis lög og reglugerðir hamla afskólun á ýmsa vegu heldur einnig Aðalnámskrá grunnskóla. Heimakennsla er aðeins möguleg þeim sem hafa kennsluréttindi og Aðalnámskrá grunnskóla veitir ekki það svigrúm sem afskólun gerir kröfu um. Einnig getur það verið stór áskorun fyrir foreldra að nær engin börn eru í heimakennslu á Íslandi sem getur haft í för með sér vissan einmanaleika fyrir afskóluð börn.
  Út frá þessum niðurstöðum má álykta að afskólun getur vel reynst vera ný nálgun á námi sem vert er að skoða nánar. Ef markmiðið er að kenna börnum sjálfræði og ábyrgð gagnvart námi sínu gæti afskólun verið góður kostur.
  Lykilhugtök: afskólun, sjálfstýrt nám, heimakennsla.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research was to examine unschooling from parents’ perspective. The participants in this research considered themselves to be unschoolers. The research investigated the ideology of unschooling. Parents were asked what their definition of the term education is and why they have chosen to unschool their kids. They were also asked about their own experience of the school system and if there was a connection between their own experience and wanting to unschool. With these aspects in mind, the idea of unschooling as an approach to learning in modern society was contemplated.
  Qualitative research methods were utilized for the gathering of data and processing with semi-structured interviews. Ten parents that consider themselves to be unschoolers took part in the research.
  The conclusions of this research indicated that parents define unschooling to be a self-led learning approach based on intrinsic motivation. Unschooling emphasizes responsibility, independence and freedom to do what one wants to do. The parents had a negative perspective towards the school system, which stemmed either from their own experience or having witnessed other people having a negative experience in schools. The parents felt that the teaching methods used in schools were insufficient and outdated, students were not able to get a personalized learning experience and the students did not get the opportunity to take responsibility for their own learning. Parents face several challenges as the law and regulations in Iceland, as well as the Icelandic general school curriculum, hinder them from being able to unschool. On top of that, there are almost no children being unschooled in Iceland which could lead to other unschooled children feeling isolated.
  From these findings it can be concluded that unschooling might be a new way of looking at learning. If the goal is to teach children to be independent learners and take responsibility for their own education, unschooling might be a viable option worth looking further into.
  Key words: unschooling, self-directed learning, homeschooling

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afskolun_i_nutimasamfelagi_SKEMMA.pdf935.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna