is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36171

Titill: 
  • Væntingar kynslóðar Z til Dohop
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er unnið fyrir flugleitarvél Dohop með það að markmiði að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig getur Dohop mætt væntingum kynslóðar Z? Við lausn á rannsóknarspurningunni var byrjað á því að kynnast þjónustu Dohop eins vel og hægt var ásamt því að lesa um sögu og markmið þeirra. Því næst var farið yfir fræðirit varðandi kynslóð Z til þess að skilja betur hvað henni gæti þótt mikilvægt varðandi þjónustu flugleitarvéla. Einnig var farið ítarlega yfir fræðirit varðandi neytendahegðun og upplýsingar frá þeim nýttar við samanburð á einkennum kynslóð Z og þeirri þjónustu sem Dohop bjóða upp á. Þegar þeim undirbúning var lokið voru gerðar tvær rannsóknir; sú fyrri fólst í því að taka viðtöl við tíu viðmælendur sem allir tilheyrðu umræddri kynslóð og var markmið hennar að fá aukið innsæi. Seinni rannsóknin var rafræn könnun og náðist að fá 407 svör þar af 92 frá kynslóð Z, við gerð á henni var nýtt aukið innsæi sem fékkst úr viðtölunum. Þegar gagnasöfnun var lokið frá báðum rannsóknum var hafin greining á þeim og voru niðurstöður þeirra nýttar við gerð að tillögum fyrir Dohop varðandi hvernig þeir geti mætt væntingum kynslóðar Z. Frá niðurstöðum verkefnisins ber helst að nefna skort á upplýsingaflæði milli Dohop og notenda þess. Skortur á upplýsingaflæði lýsir sér mest megnis í því að notendur sem tilheyra kynslóð Z skorti upplýsingar um þjónustu Dohop. Nánar verður farið yfir niðurstöður og tillögur í kafla 8.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Væntingar kynslóðar Z til Dohop. Lokaskil.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna