is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36172

Titill: 
 • Transfólk og skólakerfið
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvernig transfólk upplifir skólagöngu sína og hvernig skólaumhverfið kemur þeim fyrir sjónir. Með það að markmiði var lagt upp með þrjár rannsóknarspurningar: (1) hver er upplifun og reynsla transfólks af skólakerfinu, (2) hver eru viðhorf transfólks til náms og (3) hafa uppeldishættir sömu áhrif á brotthvarf transeinstaklinga eins og aðra nemendur miðað við rannsóknarniðurstöður Sigrúnar Aðalbjarnadóttur og Kristjönu Stellu Blöndal (2005).
  Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir í þessari rannsókn, hálfstöðluð viðtöl voru tekin við fjóra trans einstaklinga og voru skilyrði fyrir þátttöku þau að a) einstaklingur skilgreindi sig sem trans og b) hefði á einhverjum tímapunkti stundað nám í framhalsskóla á Íslandi.
  Þegar niðurstöður rannsóknarinnar voru skoðaðar mátti sjá að reynsla viðmælenda af skóla og skólaumhverfi sínu væri að einhverju leyti á pari við það sem aðrar rannsóknarniðurstöður sýna. Viðhorf viðmælenda til náms var að öllu leyti jákvætt þegar nám hófst auk þess sem væntingar þeirra til að mennta sig og hljóta menntun voru miklar. Uppeldishættir virtust ekki hafa bein áhrif á brotthvarf viðmælenda, líklegast er að aðrir þættir spili þar sterkar inní en uppeldishættir og stuðningur foreldra. Óvæntasta niðurstaða rannsóknarinnar var þó að það lítur út fyrir að feður trans fólks sem höfðu skilið áttu almennt erfiðara með að samþykkja kynleiðréttingu barns síns.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to examine how trans people experience their schooling and how the school environment is from their point of view. Three research questions were proposed: (1) what are the views and experience of trans people in the school system, (2) what are the attitudes of trans people towards education and (3) do parenting styles have the same effect on dropout with trans people as other students compared to the research results of Sigrún Aðalbjarnadóttir og Kristjana Stella Blöndal‘s (2005) study.
  Qualitative research methods were used in this study, semi-standard interviews were conducted with four trans persons and the conditions for participation were that a) a person defined him/herself as trans and b) had at some point attended a secondary school in Iceland.
  When examining the results of the study, one could see that interviewers' experiences of school and their school environment were, in some respects, in line with what other research findings show. Interviewees' attitudes towards learning were in all respects positive when learning began, and their expectations of education and learning were high. Parenting styles did not appear to have a direct impact on the interviewer's dropout, most likely other factors play a stronger role in it than parenting styles and parenting support. The most unexpected result of the study, however, was that it seems that the fathers of trans people who had been divorced generally had a harder time approving their offsprings‘ queerness.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.12.2140.
Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halldór Arason lokaskil.pdf938.46 kBLokaður til...31.12.2140HeildartextiPDF
Halldór Arason opinn aðgangur.pdf798.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna