is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36175

Titill: 
  • Skráningar og athuganir í leikskólum : spurningakönnun meðal starfsmanna leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta meistaraverkefni er megindleg rannsókn um skráningar og athuganir í leikskólum sem framkvæmd var á netinu í lok nóvember og byrjun desember, 2019. Þátttakendur rannsóknarinnar voru starfsfólk leikskóla. Markmið rannsóknarinnar er að fá skýrari sýn á hvaða leiðir eru notaðar við skráningar og athuganir í leikskólum, hver er tilgangur skráninga og athugana og hverjir sjá helst um framkvæmd þeirra. Ekki síst vegna þess hve takmarkað efni er til um ólíkar aðferðir við skráningar og athuganir í leikskólum hér á landi. Ákveðið var að leita svara við rannsóknarspurningunni:
    - Hvaða leiðir nota starfsmenn leikskóla við skráningar og athuganir í starfi sínu með börnum?
    Einnig voru eftirfarandi undirspurningar hafðar til hliðsjónar:
    - Í hvaða samhengi nota leikskólar aðferðirnar?
    - Hvað er gert við niðurstöður skráninga og athugana í leikskólanum?
    - Hverjir eru helst að sjá um skráningar og athuganir innan leikskólanna?
    Niðurstöður varpa ljósi á það hvernig skráningum er háttað í leikskólum landsins. Þær gefa jafnframt tilefni til þess að huga þarf betur að starfsfólki í leikskólum, hlúa þarf betur að starfsumhverfi leikskóla og fjölga faglærðum einstaklingum. Niðurstöður sýna að ólíkar leiðir og aðferðir eru notaðar við skráningar og athuganir í leikskólum og nýtast flest allar á einhvern hátt. Þó kemur á óvart hve fáir nota aðferðir eins og mósaíkaðferðina og námssögur. Yfir helmingur þátttakenda notar oftast eða alltaf skráningar og athuganir til undirbúnings á skipulagningu á áframhaldandi námi fyrir barn og/eða börn, þó er einnig stórt hlutfall þátttakenda sem gerir það stundum eða aldrei. Flest allir nota niðurstöður skráninga og athugana til að gera áætlanir fyrir barn og barnahópa, ræða um nám og þroska barns og barnahópsins, til að undirbúa foreldraviðtöl og skipulagningu á starfinu. Þá er ljóst samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar að allt starfsfólk landsins kemur að framkvæmd skráninga og eru skráningar því ekki einungis á ábyrgð fagfólks.
    Lykilorð: Leikskóli, athuganir, skráningar, uppeldisfræðileg skráning, námssögur, atferlisathuganir, mósaíkaðferðin, Heilsubók barnsins.

  • Útdráttur er á ensku

    This master‘s thesis is based on a quantitative study regarding the use of documentation and observations in Icelandic preschools. The study was conducted online during late November and early December 2019. The participants were staff in Icelandic preschools.
    The study aims to gain a clear view of the ways which tools preschools use for documentation and observations, the purpose behind selected methods, and who is most likely to carry them out. Not much is written about different ways of documentations and observations in Icelandic preschools. It was decided to seek answers to the following research question:
    - What are the methods which preschool staff use to document and observe their work with children?
    Following subquestions were also given into consideration:
    - In which context are documentation and observation methods used?
    - What do the preschools' staff do with the results?
    - Who are conducting the documentation and observation within the preschool?
    The results shed light on the organization of documentation and observations in Icelandic preschools. It also gives cause for more consideration when it comes to preschool staff, they need better nurture and a there is a need to take a closer look at the preschool working environment, it is also clear that increased number of professionals is needed. The results show that different methods are used for preschools documentations and observations. It is notable that most are utilized in some way, although it is surprising how few such methods are used, such as the mosaic approach and learning stories. More than half of the participants usually or always use documentations and observations to prepare for continuing education for each child or children. However, there is also a large proportion of participants who sometimes or never use such methods. Most everyone uses the results of documentations and observations to make plans for a child and child groups, discuss the learning and development of the child and the child group, to prepare parent interviews and organization of the job. According to the results of the study, it seems clear that most of the preschool staff is involved in the documentation process. Therefore, it is not solely the responsibility of the preschool teacher.
    Keywords: Preschool, observations, documentation, pedagogical documentation, learning stories, child observation, the Mosaic approach, Children‘s health book.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelenaSjørupEiríksdóttir_MPR0230_v2020.pdf1,7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna