is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36177

Titill: 
 • Af hverju barnaheimspeki í leikskólum? : er skynsamlegt að stunda heimspeki með börnum í íslenskum leikskólum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hvað er barnaheimspeki og telst slík ástundun heimspeki? Geta börn lært heimspeki og ef svo er, hvað merkir það? Þessar spurningar varpa ljósi á titil þessarar ritgerðar: Af hverju barnaheimspeki í leikskólum? Eða: Er skynsamlegt að stunda heimspeki með börnum í íslenskum leikskólum eða er hugmyndafræði barnaheimspekinnar barn síns tíma? Hugtökin heimspeki fyrir börn (e. philosophy for Children/P4C) og heimspeki með börnum (e. philosophy with children/PwC) verða greind og notast verður við hugtakagreiningu.
  Til að fá raunsæja mynd af hugtökum og ástundun barnaheimspekinnar verður farið yfir hugmyndafræðilegan bakgrunn, þar sem kenningar Matthew Lipmans og Gareth B. Matthews verða ráðandi. Settar verða fram þrjár mótbárur til að skoða málin á gagnrýninn hátt. Mótbára I snertir eðli skólastarfs sem miðlun menningar til yngri kynslóða, mótbára II hvort heimspekileg ástundum með börnum leggi of mikla áherslu á gagnrýna hugsun á kostnað skapandi hugsunar. Mótbára III snertir efasemdir um heimspekilega hugsun barna en þar verður uppeldisfræðileg nálgun Platons og kenningar Jean Piaget um stigbundinn vitsmunaþroska í brennidepli. Mótbárur og rök verða greind og ályktanir dregnar út frá þeim gögnum. Til að dýpka hugtakið heimspeki með börnum, sem iðulega er notað í íslensku samhengi, verða námskrár íslenskra leikskóla skoðaðar svo og tvö þróunarverkefni sem unnin hafa verið hér á landi. Til að greina gildi barnaheimspekinnar, verða rannsóknir skoðaðar og ályktanir dregnar af helstu niðurstöðum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að munurinn á hugtökunum byggi á ólíkum forsendum og fræðilegum grunni. Færð eru rök fyrir því að barnaheimspeki getur talist heimspeki, en það ræðst af því hvernig hugtakið heimspeki er skilgreint. Börn virðast geta stundað heimspeki í formi samræðna og ástundunin virðist eiga góða samleið með öðrum áherslum í íslensku leikskólastarfi.
  Lykilorð: Heimspeki fyrir börn, heimspeki með börnum, heimspekileg hugsun, gagnrýnin hugsun, hugtakagreining

 • Útdráttur er á ensku

  What is philosophy for children (P4C) and what is philosophy with children (PwC), and can it be considered philosophy? Can children learn philosophy and what does that mean? These questions arise from the title of this essay: ‘Why P4C/PwC in Icelandic kindergartens?’ Or: ‘Is it reasonable to do philosophy in Icelandic kindergartens?’ The concepts P4C and PwC will be analyzed using a concept(ual) analysis attempting to find necessary and sufficient conditions for the concepts. I will examine the theoretical background, where the writings of Matthew Lipman and Gareth B. Matthews are prevalent. I will put forward three arguments against the practice of P4C/PwC. The first argument is that the main goal of schooling is socialization and passing culture on to younger generations. The second argument is: practicing P4C/PwC emphasizes critical thinking at the cost of creative thinking. The third argument explores doubts about the philosophical thinking of children, with a focus on Plato’s pedagogy and Jean Piaget’s theory on stages of cognitive development. Counterarguments and arguments will be examined, and inferences drawn.
  To gain a better understanding of the concept philosophy with children, which is frequently used in Iceland, I will examine curriculums of Icelandic kindergartens, as well as two development projects that were carried out in Iceland. I will look at research to identify the validity of P4C/PwC and draw conclusions. The results of this study indicate that the difference between P4C/PwC is based on theoretical assumptions made about the practice. The practice can be considered philosophy, depending on the definition of the concept of philosophy and children appear to be able to do philosophy in form of a dialogue. Based on these results I can conclude that doing philosophy harmonizes well with the teaching strategies and the national kindergarten curriculum.
  Keywords: P4C (philosophy for children), PwC (philosophy with children), thinking philosophically, critical thinking, concept[ual] analysis

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Af-hverju-barnaheimspeki-í-leikskólum-lokaskil-samþykkt.pdf725.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna