is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36179

Titill: 
  • Heilsuefling í leik- og grunnskóla : viðhorf og reynsla kennara og foreldra í einu sveitarfélagi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er rannsókn á reynslu og viðhorfum kennara og foreldra af verkefnunum Heilsueflandi leikskóli og Heilsueflandi grunnskóli. Rannsóknin var tilfellarannsókn þar sem tilfellin voru verkefnin Heilsueflandi leikskóli og Heilsueflandi grunnskóli. Sjónum var beint að viðhorfi kennara og foreldra til verkefnanna og reynslu þeirra af þeim. Gagnaöflunin var eigindleg og fól hún í sér rýnihópaviðtöl við foreldra og kennara. Rannsóknarspurningarnar sem leitað var svara við eru þessar:
    1. Hver eru viðhorf og reynsla kennara í Mývatnssveit til verkefnanna Heilsueflandi leikskóli og Heilsueflandi grunnskóli?
    Undirspurning: Hverju hefur Heilsueflandi leik- og grunnskóli breytt að mati kennara varðandi heilsu og líðan nemenda?
    2. Hver eru viðhorf foreldra í Mývatnssveit til verkefnanna Heilsueflandi leikskóli og Heilsueflandi grunnskóli?
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vinna við Heilsueflandi leikskóla og Heilsueflandi grunnskóla hefur gengið misvel. Verkefnið Heilsueflandi leikskóli hefur verið látið sitja á hakanum vegna annarra verkefna en bæði foreldrar og kennarar eru ánægðir með þá vinnu sem hafin er. Foreldrar telja mikla þörf á frekari kynningu fyrir foreldra og samstarfi milli heimilis og skóla.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this project is to investigate the experiences and attitudes of teachers and parents of the project Health Promoting Kindergarten and Health Promoting School. The research was a case study and the case was the projects Health Promoting Kindergarten and Health Promoting School, the attitudes of teachers and parents towards these projects and their experiences of it. The collect of the data were qualitative that included focus group interviews with parents and teachers.
    The research questions that the study attempted to answer were:
    1. What are the attitudes and experiences of teachers in Mývatnssveit
    towards the projects Health Promoting Kindergarten and Health
    Promoting School?
    Subquestion: What changes, in the opinion of the teachers, have the
    projects brought about with regard to health and wellbeing of the
    students?
    2. What are the attitudes of parents towards the projects Health
    Promoting Kindergarten and Health Promoting School?
    The results suggest that the work on the projects Health Promoting Kindergarten and Health Promoting School has mixed results. The project Health Promoting Kindergarten has been postponed because of other projects but both parents and teachers are happy with the work that has been done. Parents think that the projects needs to be better presented to the parents and communication between the homes and school.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Ósk Kristjánsdóttir.pdf614,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna