en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3618

Title: 
 • is Íþróttaþjálfun fatlaðra : hvað ber að hafa í huga varðandi þjálfun fatlaðra í íþróttum
Abstract: 
 • is

  Þegar kemur að íþróttaiðkun fatlaðra er oft ýmislegt sem þarf að hafa í huga varðandi þjálfun. Einstaklingar með fötlun hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að íþróttaþjálfun heldur en ófatlaðir. Þó svo að fleira sé sameiginlegt með fötluðum og ófötluðum þegar kemur að íþróttaiðkun er ýmislegt sem þjálfarar og aðrir sem koma að íþróttaþjálfun fatlaðra ættu að hafa í huga.
  Hér gefur að líta handbók sem er ætluð fyrir þjálfara sem koma að þjálfun fatlaðra íþróttamanna. Í handbókinni eru teknar fyrir algengustu fatlanir áhrif þeirra á íþróttaiðkun. Fjallað er um helstu fylgiraskanir hverrar fötlunar og hvað þjálfari þarf að hafa í huga varðandi þær. Í lokin eru svo dregin saman öryggisatriði og heilræði í kennslu/þjálfun með tilliti til fylgiraskananna.
  Handbókin ætti að nýtast þjálfurum við að skipuleggja íþróttakennslu eða íþróttaþjálfun hjá einstaklingum með fötlun.
  Þær upplýsingar sem hér er að finna er einnig að finna á heimasíðu sem unnin var samfara þessari handbók. Á heimasíðunni er einnig að finna upplýsingar um öll íþróttafélög á Íslandi sem koma að skipulögðu íþróttastarfi fatlaðra. Þar má finna hvaða íþróttagreinar eru í boði hjá hverju og einu íþróttafélagi og einnig má finna hvaða íþróttagreinar eru í boði fyrir fatlaða með tilliti til búsetu. Vefinn er að finna á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Accepted: 
 • Sep 22, 2009
URI: 
 • is http://hdl.handle.net/1946/3618


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Microsoft Word - Lokaverkefni BA.pdf593.21 kBOpenHeildartexti PDFView/Open