is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36180

Titill: 
  • Heimanám og stuðningur tvítyngdra barna : viðhorf foreldra af erlendum uppruna á Suðurnesjunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er heimanám og stuðningur við tvítyngd börn út frá fjölmenningarlegri menntun innan skóla án aðgreiningar. Markmið rannsóknarinnar er að nota megindlegar- og eigindlegar rannsóknaraðferðir til að varpa ljósi á viðhorf foreldra af erlendum uppruna gagnvart heimanámi og þeim stuðningi sem býðst börnum þeirra í íslensku skólakerfi. Rannsókninni er ætlað að svara eftirfarandi spurningu: Hver eru viðhorf erlendra foreldra gagnvart heimanámi og stuðningi við börn þeirra í grunnskólum? Viðfangsefni ritgerðarinnar var skoðað út frá lagalegu efni, fræðilegu efni í tengslum við viðfangsefni ritgerðarinnar ásamt rannsóknum því tengdu.
    Eigindlegur hluti rannsóknarinnar var gerður haustið 2019 með viðtölum við 15 foreldra af erlendum uppruna sem áttu börn í grunnskólum á Suðurnesjum. Einnig voru notaðar megindlegar niðurstöður sem fram komu í rannsóknarverkefninu Inclusive societies. The intergration of immigrants in Iceland sem unnið var af hópi fræðimanna við HA og HÍ í samvinnu við alþjóðlega sérfræðinga.
    Niðurstöðurnar benda til þess að meirihluta foreldra finnist ekki þörf á auknu heimanámi þótt skiptar skoðanir séu á gagnsemi þess. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að meirihluta foreldra finnist ekki þörf á auknum stuðningi en þó kom fram að þeir hefðu takmarkaða vitneskju um þann stuðning sem börn þeirra fengju nú þegar. Niðurstöður úr viðtölum sýndu að foreldrar tvítyngdra barna hafa ekki verið nægilega vel upplýstir um skólastarf né rétt barna þeirra. Samskipti á milli heimila og skóla eru skert og þyrftu skólar að bæta upplýsingagjöf til foreldra af erlendum uppruna. Enn fremur kom fram að skólar þurfi að endurskoða kennslu tvítyngdra barna og samræma nálganir í kennslu þeirra á faglegan hátt til þess að markviss árangur náist.
    Niðurstöðurnar geta verið gagnlegar fyrir fagfólk skóla sem stefna að því að þróa árangursmiðað nám fyrir tvítyngda nemendur.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to explore homework and support for bilingual students in a multicultural education setting within inclusive schools in Iceland. The purpose of this study was to use both quantitative and qualitative research methods to further look at how immigrant parents‘s view homework and support for their children in the Icelandic school system. The study aims to answer the following question: How do immigrant parents view the homework and the support their children receive in school? The qualitative part of the study was conducted in the fall of 2019 with 15 interviews with immigrant parents who had children in school in the Suðurnes peninsula. The study also used the findings from a quantitative research, Inclusive societies. The intergration of immigrants in Iceland wich was conducted by a group of international researchers with the University of Iceland and the University of Akureyri. The main conclusions of this study are that the majority of immigrant parents do not want more homework for their children, although there were different views on the usefulness of homework. The study also found that majority of parents do not think their children need more support at school. On the other hand the results from the interviews show that immigrant parents have not been properly informed about the support their children receive nor their rights. The communication between schools and immigrant parents seem to be impaired so schools need to improve on that part. Conclusions also suggest that schools need to rethink their approach to the education of bilingual students in an overall setting to make sure bilingual students can succeed in school.
    Conclusions can be used by school professionals who aim to evolve their
    approach on how to reach and teach bilingual students.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimanám og stuðningur tvítyngdra barna.pdf797,19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna