is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36182

Titill: 
  • Hluti af einni heild : samstarf umsjónarkennara og sérkennara í almennum grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skóli án aðgreiningar (e. inclusion) er opinber menntastefna á Íslandi og ber grunnskólum að taka á móti öllum nemendum og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Hugmyndafræði menntastefnu skóla án aðgreiningar byggir á jafnrétti nemenda til náms í almennu bekkjarkerfi burtséð frá ólíkum þörfum til náms eða námsumhverfis. Kennarar gegna lykilhlutverki við að koma til móts við þarfir nemenda innan skólakerfisins og í menntastefnunni er lögð áhersla á gott samstarf kennara á milli.
    Í þessu rannsóknarverkefni er fjallað um samstarf umsjónarkennara og sérkennara í íslenskum grunnskólum í ljósi skóla án aðgreiningar. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig námi nemenda með sértækar námsþarfir (e. special educational needs) er háttað í þremur almennum grunnskólum á Íslandi, ásamt því að skoða hvernig samstarfi umsjónarkennara og sérkennara er háttað. Gagnasöfnun fór fram haustið 2019 og var notað eiginlegt rannsóknarsnið með hálfopnum viðtölum. Tekin voru sex einstaklingsviðtöl, við þrjá umsjónarkennara og þrjá sérkennara í þremur grunnskólum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skilningur umsjónarkennara og sérkennara á hugtakinu skóli án aðgreiningar samræmist ekki að fullu skilgreiningu hugtaksins eins og það er sett fram í opinberum skjölum. Þá sýna niðurstöður að nám nemenda með sértækar námsþarfir í þessum þremur grunnskólum fer fram að einhverjum hluta dagsins fjarri samnemendum með sérkennara. Greina bæði umsjónarkennarar og sérkennarar frá óskýrri verkaskiptingu í samstarfi sínu og er samstarf ólíkt á milli kennara. Þátttakendur í rannsókninni eru sammála um að samstarfið sé mikilvægur þáttur fyrir framgang skóla án aðgreiningar og telja meðal annars að með góðu samstarfi öðlist umsjónarkennarar aukið öryggi til að takast á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Álíta þá bæði umsjónarkennarar og sérkennarar að með góðu samstarfi náist betra skipulag í námi nemenda með skýrari markmiðum og er mikilvægt að umsjónarkennarar og sérkennarar fái samráðstíma til að skipuleggja samstarfið.

  • Útdráttur er á ensku

    Inclusive schooling is a declared educational policy in Iceland in which schools are obligated to provide all students with teaching methods that meet the different needs of all students. Teachers play a key role in meeting the needs of different students within the school system and the educational policy emphasizes the importance of diverse co-operation and effective relationship between teachers.
    This study discusses inclusive education and co-operation between special education teachers and classroom teachers in elementary schools in Iceland. The aim of this study is to investigate how pupils with special educational needs are taught in three general elementary schools in Iceland, as well as to investigate the collaboration between classroom teachers and special educators and how it works. The study was conducted in the autumn of 2019 and had a qualitative research format in the form of semi-open interviews. The study is based on six individual interviews, with three classroom teachers and three special education teachers in three elementary schools.
    The main findings show the understanding of a classroom teachers and special education teachers of the concept of inclusive schooling does not fully match the definition of the term as defined in public documents. Additionally, findings show that students with special educational needs continue to spend parts of their school day with special education teachers and away from other students. Both classroom and special education teachers report ambiguous descriptions of job divisions for collaboration between classroom and special education teachers and therefore the collaboration scheme often differs between teachers. The study also found that participants consider the co-operation to be an extremely important factor for the inclusion and believe that good collaboration creates increased support for classroom teachers to address the diverse needs of students in the classroom. In addition, teachers believe that good collaboration leads to better organization of students’ learning with clearer goals and that it is important that teachers are given consultation time to organize the co-operation.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni-Katrín M. Jónsdóttir..pdf781,84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna