is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36183

Titill: 
 • ,,Mér finnst mjög merkilegt að eiga annað móðurmál" : viðhorf og reynsla nemenda af erlendum uppruna af íslenskum grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er á sviði menntunarfræða með áherslu á nemendur af erlendum uppruna og var meginmarkmið rannsóknarinnar að öðlast skilning á upplifun, áskorunum, reynslu og stuðningi sem nemendur af erlendum uppruna fá í íslenskum grunnskóla. Leitast var við að skilja hvernig skólinn mætir þeirra þörfum og á hvaða hátt hann styður við þessa nemendur í daglegu lífi. Auk þess var skoðað hvort fjölbreytileikinn sé gerður sýnilegur innan skólans.
  Rannsókninni er ætlað að leita svara við eftirfarandi spurningum: Hver er upplifun nemenda af erlendum uppruna af námi og veru í íslenskum grunnskóla? Hvers eðlis eru og hvernig ganga samskipti við aðra nemendur skólans? Hvernig er félagslegri þátttöku nemenda í samfélaginu háttað? Hvernig sjá nemendur framtíðina fyrir sér varðandi nám og atvinnu? Leitað var svara með viðtölum við átta nemendur af erlendum uppruna, fjórar stúlkur og fjóra drengi, sem stunda nám í 6., 7., 9. og 10. bekk í grunnskóla í litlu sjávarþorpi. Þau koma frá ólíkum löndum innan Evrópu, en voru á mismunandi aldri er þau komu til landsins og hafa því verið búsett mislengi hér á landi.
  Upplýsingar sem nemendurnir gáfu byggðu á persónulegri reynslu þeirra. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nemendum þykir vænt um uppruna sinn og finnst mikilvægt að viðhalda móðurmáli sínu. Nemendurnir bera kennurum og skólanum vel söguna en benda þó á að fjölbreytileikinn sé ekki gerður sýnilegur innan skólans. Nemendurnir segja það mikilvægt að eiga íslenska vini en mörg hver eiga í erfiðleikum með vinskap og að mynda tengsl við aðra nemendur. Nefna þau m.a. að tungumálaörðugleikar séu að gera þeim erfitt fyrir.
  Lykilorð; fjölmenning (e. multiculturalism), fjölmenningarleg menntun (e. multicultural education), skóli án aðgreiningar (e. inclusive school), tvítyngi (e. bilingualism) og móðurmál (e. mother tongue).

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is in the field of education with emphasis on students of foreign origin. The main objective of the study was to gain an understanding of the experiences that students of foreign origin have of an Icelandic primary school as well as getting an insight into the challenges they face and the support they receive from the school. Special emphasis was placed on gaining an understanding of how the school meets their needs and supports them in their daily lives. Furthermore, the goal was to examine if the diversity is made visible in the school.
  The research is intended to answer the following questions; what is the
  experience of students with a native language other than Icelandic of their studies and the school? How do they communicate with other students? How do they participate socially in their local community? How do they envision their future related to education and employment? To answer these questions, interviews with eight students of foreign origin in 6th, 7th, 9th, and 10th grade of an Icelandic primary school were conducted. The students come from different countries within Europe and were in different ages when they arrived in Iceland. Thus, it varies how long they have been in the Icelandic school system. The information the students provided was based on their own personal experience. The main findings of the study show that students care about their origin and find it important to maintain their native language. They hold their teachers and the school in high regards but point out that the diversity is not
  made visible within the school. The students also find it important to have Icelandic friends, but many of them struggle with making friends. Among other things, they mention that the language barrier can make things difficult for them.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd_Mer_finnst_mjog_merkilegt_ad_eiga_annað_modurmal_lilja_ros.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna