is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36185

Titill: 
 • Að samtvinna móðurmál og menningu tví- og fjöltyngdra barna við starfið í leikskólanum : aðferðir og viðhorf leikskólakennara til að nýta þær í starfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu meistaraverkefni verður fjallað um leiðir til þess að samtvinna móðurmál og menningu tví- og fjöltyngdra barna við starfið í leikskólanum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aðferðir sem stuðla að virku tvítyngi gefa börnum tækifæri til að bæta færni sína á báðum tungumálum þar sem þau styðja hvort við annað, að viðurkenning á móðurmáli og menningu barns eykur sjálfstraust þess og vellíðan, sem og bætir foreldrasamstarf til muna.
  Til þess að afla upplýsinga um aðferðir við kennslu fjöltyngdra barna sem þykja árangursríkar hér á landi þá tók rannsakandi viðtöl við tvo leikskólakennara sem höfðu mikla reynslu af því að vinna með fjöltyngdum börnum. Á grunni þessara viðtala var búinn til spurningarlisti sem innihélt aðferðirnar sem komu fram í viðtölunum sem og aðferðir sem hafa talist árangursríkar í starfi með tví- og fjöltyngdum börnum erlendis. Erlendu aðferðirnar eru kynntar í þriðja hluta bókarinnar Linguistically appropriate practice: A guide for working with young immigrant children eftir Roma Chumak-Horbatch. Með því að tengja saman bæði aðferðir sem notaðar eru hérlendis og erlendis var markmiðið að gefa leikskólakennurum fleiri hugmyndir af aðferðum sem mættu nýta með tví- og fjöltyngdum börnum í leikskólanum.
  Spurningarlistinn var síðan lagður fyrir leikskólakennara hér á landi með það að markmiði að skoða viðhorf þeirra til þess að nýta aðferðirnar í leikskólanum. Niðurstöður spurningalistans leiddu í ljós að flestir leikskólakennarar voru sammála því að nýta aðferðir sem stuðla að virku tvítyngi og fjölmenningu. Sumar aðferðirnar virtust þó höfða meira til kennaranna en aðrar. Þær aðferðir sem veita dýpri skilningi á öðrum tungumálum og öðrum menningarheimum hafi ekki fengið eins góðar undirtektir. Niðurstöður benda til að ákveðin vitundarvakning þurfi að eiga sér stað varðandi mikilvægi móðurmáls og fjölmenningar. Ekki má gleyma að ágóðinn er fyrir öll börn og starfsfólk leikskólans þar sem allir fá kynningu á fjölbreytileika, sem stuðlar að meiri samlíðan og samhyggð með öðrum.

 • Útdráttur er á ensku

  This assignment is a part of a Master of Education research project. The project’s aim was to identify methods that include bilingual and multilingual children’s native language and culture into play and study in Icelandic preschools. Previous research suggests that methods that promote active bilingualism give children a chance to better their skills in both languages because the languages strengthen one another. Acknowledging children’s native language and heritage may also strengthen their self esteem and well-being as well as increase opportunities for positive parent involvement.
  The researcher conducted two interviews with two preschool teachers who have much experience with multilingual children in hope to gather information on methods that have been used with success in Icelandic preschools. The researcher then designed a questionnaire involving the methods that were gathered in the interviews as well as methods that have been successfully used in foreign preschools. The foreign methods are called Linguistically Appropriate Practice (LAP) and are found in the third section of Chumak-Horbatch’s book Linguistically appropriate practice: A guide for working with young immigrant children. The goal with connecting both the Icelandic and foreign methods was to provide Icelandic preschool teachers with more ideas on methods that can be used with bilingual and multilingual children in preschools.
  The Icelandic preschool teachers were then asked to answer the questionnaire with the purpose of gaining information about their thoughts on using these methods in preschools. The results showed that most preschool teachers agreed with using methods that promote active bilingualism and multicultural education. The preschool teachers seemed to find some of the methods more appealing than others. The methods that gave a deeper meaning to others languages and other cultures were less popular than others.
  Results of the study suggest a need for a more general understanding of the importance of native language and multicultural education in Icelandic preschools. It is important to note that all children and preschool staff should benefit of a better understanding of diversity, enabling them to be more considerate to others.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Óskarsdóttir Að samtvinna móðurmál og menningu tví- og fjöltyngdra barna við starfið í leikskólanum PDF.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna