is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36186

Titill: 
 • Förum út og lærum um grenndina : verkefnasafn fyrir yngsta stig grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þegar grenndin er notuð sem viðfangsefni við nám og kennslu í útinámi er hægt að vinna fjölbreytt verkefni og virkja öll skynfæri nemenda bæði í gegnum upplifun þeirra og reynslu. Námið á sér stað bæði í manngerðu og náttúrulegu umhverfi en meðal annars er hægt að heimsækja söfn, fara út í náttúruna, skoða byggingar og fyrirtæki. Samfélagið og náttúrulegt umhverfi er því notað sem kennslustofa en nemendur tengjast þannig nærumhverfi sínu. Nemendur verða læsir á umhverfi sitt og geta síðan yfirfært og byggt ofan á þá þekkingu þegar þeir læra um aðra staði og á annað umhverfi.
  Tilgangur verkefnisins er að búa til verkefnasafn sem kennarar á Akureyri geta nýtt sér þegar þeir vilja stuðla að því að nemendur læri um grenndina þegar þeir eru í útinámi. Verkefnin eru miðuð að nemendum á yngsta stigi í grunnskóla. Öll verkefnin eiga vel við hæfniviðmið sem fram koma í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir náttúru- og samfélagsgreinar. Auk þess eiga mörg þeirra við hæfniviðmið fyrir aðrar námsgreinar og bjóða því upp á samþættingu námsgreina með auðveldum hætti.
  Verkefnið er tvíþætt, annars vegar er fræðilegur hluti og hins vegar verkefnasafn. Í fræðilega hlutanum er fjallað um grenndaraðferð og útinám. Umfjöllunin nær til grenndaraðferðar, mikilvægi hennar og hvernig aðferðin fellur að Aðalnámskrá grunnskóla. Einnig er fjallað um útinám, hvernig það fellur að grunnþáttum menntunar, rannsóknir á útinámi og hvernig það nýtist í kennslu í náttúru- og samfélagsgreinum. Að lokum er umfjöllun um heppileg svæði, kennsluaðferðir og námsmat þegar nemendur læra um nærumhverfi sitt í gegnum útikennslu. Verkefnasafnið inniheldur 40 hugmyndir að verkefnum. Verkefnin má ýmist vinna utandyra eða eftir að inn er komið. Meðal verkefna eru: fjallagrasatínsla, grenndarbingó, laufblaðaskoðun, veðurathugun, landkönnuður bekkjarins, leikrit um landnám og örnefnaorðasúpa.

 • Útdráttur er á ensku

  When the surrounding area is used as a topic in outdoor learning you can work on a variety of tasks and activate all the senses of the students through their experience. The education can take place in both man made and natural environments. You can, e.g. visit museums and go out in nature. The environment is therefore used as a classroom and students are thus connected to their local environment. After the students have learned about their environment, they can use and build on that knowledge.
  The purpose of this thesis is to create a collection of assignments that teachers in Akureyri can use in outdoor education when they want to teach students about their local environment. The assignments are for students in first to fourth grade in elementary school. All the assignments support the learning outcomes for the natural sciences and social studies listed in the National Curriculum Guide for Elementary School. Many of them also apply to the learning outcomes in other subjects and leads to easy integration of subjects.
  The thesis is diveded into a theoretical section and a collection of 40 assignment ideas that can be done either outdoors or inside after outdoor learning. Examples of assignments are: examine leaves, the class explorer and a play about settlement. In the theoretical section is a discussion about outdoor learning and place based education. It includes discussion about the importance of place based education and how it fits the aim of the National Curriculum Guide. It also includes discussion about how outdoor learning fits the National Curriculum fundamental pillars, research on it and how it is suitable for teaching natural sciences and social studies. Finally, there is a discussion about suitable locations, teaching methods and assessment of students‘ learning about their local environment in outdoor education.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 27.04.2053.
Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit_LovísaRut.pdf278.59 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl_LovísaRut.pdf879.59 kBLokaður til...27.04.2053FylgiskjölPDF
Heimildaskrá_LovísaRut.pdf341.39 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Lovísa-Rut_Förum-út-og-lærum-um-grenndina.pdf1.73 MBLokaður til...27.04.2053HeildartextiPDF