is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36188

Titill: 
 • Ávinningur og áskoranir af kynjafræðinámi á framhaldsskólastigi : viðhorf nemenda í einum skóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort framhaldsskólanemendur
  upplifi hugarfarsbreytingar á við að stunda áfanga í kynjafræði. Leitast var við
  að fá fram hvaða áskoranir og ávinningur hlýst af því að gera kynjafræði að
  skyldufagi. Notast var við blandaða rannsóknaraðferð, það er að segja bæði var
  stuðst við megindlega rannsóknaraðferð sem fór fram með spurningarkönnun
  og eigindlega rannsóknaraðferð sem fór fram með hálfopnum viðtölum. Við
  úrvinnslu megindlega þáttar rannsóknarinnar var notast við lýsandi tölfræði.
  Þátttakendur voru nemendur fjögurra námshópa sem sátu skylduáfanga í
  kynjafræði í sama framhaldsskólanum á vorönn 2020. Spurningarkönnunin var
  lögð fyrir tvisvar sinnum; í upphafi annar og síðan 11 vikum síðar. Könnunin
  innihélt sama spurningarlista til að kanna hvort munur væri á viðhorfi nemenda
  eftir að þeir fengu fræðslu um málefni kynjafræði.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að nemendur telja það vera
  mikilvægt að allir nemendur í framhaldsskóla fái ákveðna grunnfræðslu eða
  kennslu um málefni kynjanna. Nemendur fundu allajafna fyrir
  hugarfarsbreytingu og töldu þeir kynjafræði hafa opnað huga sinn að vissu
  marki. Niðurstöður spurningakönnunarinnar sýndu jafnframt að væntingar og
  viðhorf til kynjafræði væru mismunandi eftir kyni nemenda. Einnig er ákall
  eftir því að skipta nemendum upp í hópa eftir því hversu langt þeir eru komnir
  í fræðunum. Nemendur hafa mismikla grunnþekkingu og þeir sem höfðu
  töluverða þekkingu vildu fá dýpri kennslu.
  Út frá þessum niðurstöðum má álykta að mikilvægt er að gera kynjafræði
  að skyldufagi svo allir nemendur fái sömu tækifæri til jafnréttisfræðslu.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to examine if students of gender studies
  experience a change of perspective after studying the subject. An effort was
  made to shed light on predicaments and merits of making gender studies
  compulsory. Mixed research methods were used, a questionnaire study and
  semi-structured interviews. While processing the quantitative part of the
  study descriptive statistics were used. Two surveys were conducted, at the
  start of the semester, and again 11 weeks later to see if there was a difference
  in the answers from the students after learning about the subject.
  The main findings of this study are that the students agree that there
  should be some form of compulsory gender studies course taught in upper
  secondary school. Most of the students altered their opinion on the subject
  and felt gender studies had opened their mind to an extent. The survey also
  showed that the expectations and attitude towards gender studies vary by the
  gender of the student. Additionally, there is a call to split the students up in
  groups based on how far they’ve gone in the subject. Students have a
  different amount of knowledge about the subject and the more advanced
  students would like to dive into the subject more extensively.
  From these results one may conclude that it is important to make gender
  studies a compulsory subject so all students may have the same opportunity
  of gender studies.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RegínaÁsdísSverrisdóttir_kynjafræðisemskyldufaglokaskil.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna