Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3619
Með vinnu þessari vildum við ná yfirsýn yfir þau réttindi sem einstaklingar eiga ef þeir fatlast eftir að komið er á fullorðinsárin. Við vildum með þessu verkefni draga saman helstu réttindin sem einstaklingar eiga, sem komnir eru út á vinnumarkaðinn og jafnvel búnir að stofna eigin fjölskyldu. Í fyrsta hluta þessa verkefnis er farið yfir læknisfræðilega líkanið, félagslega líkanið, norræna tengslalíkanið og normaliseringu með það að markmiði að búa til fræðilegann grunn fyrir umfjöllun seinna í ritgerðinni. Í öðrum hluta er farið yfir réttindin sem einstaklingar er fatlast síðar á ævinni eiga. Farið er í gegnum réttinn til launa frá atvinnurekanda í veikindaleyfi, greiðslna frá sjúkrasjóði stéttarfélaga, þær greiðslur er Tryggingastofnun ríkisins heldur utan um og að lokum þá þjónustu sem sveitarfélaginu Skagafirði ber að veita. Í þriðja hluta þessa verkefnis eru sögur tveggja einstaklinga sem fengu skerðingu á fullorðins árum. Sögurnar eru svo að endingu skoðaðar út frá hinum tveimur hlutunum.
Lykilorð: Fötlun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
enginn veit sína ævina.pdf | 398,46 kB | Lokaður | Heildartexti |