Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36190
Loftslagsmál eru eitt af helstu áherslumálum ríkisstjórnar landsins. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hugsuð sem helsta tæki ríkisstjórnar til að tryggja að Íslandi takist að framfylgja alþjóðlegum skuldbindingum Parísarsamkomulagsins og metnaðarfullu markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Áætlunin tekur til helstu aðgerða sem hafa það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu úr andrúmslofti, svo settum markmiðum Íslands verði náð. Rannsókn þessi snýst einna helst um að áætla kostnað aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og skoða mögulega fjármögnun hennar. Rannsakendur kanna nánar hvernig græn skuldabréfaútgáfa og samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila, eða PPP (Public-Private Partnership) gætu verið hluti af lausninni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að margar þessara aðgerða eru afar kostnaðarsamar og er því um umfangsmikið verkefni að ræða. Ríkisstjórn Íslands þarf því að huga vel að fjármögnun aðgerðaáætlunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjármögnun aðgerðaáætlunar í loftlagsmálum.pdf | 5.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |