Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36191
Útinám hefur verið ört vaxandi kennsluaðferð í leik- og grunnskólum. Nám og kennsla þarf ekki að vera bundin við skólastofu eða manngert umhverfi. Í þessari greinargerð er áhersla lögð á að hvetja kennara til að færa starf sitt út fyrir skólastofuna í nærumhverfi skólans. Þannig er hægt að sýna nemendum hvernig hagnýting manngerðs og náttúrulegs umhverfis gerir þeim kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í útinámi, á öllum skólastigum, er reynt eftir fremsta megni að mæta þörfum hvers nemanda fyrir sig með fjölbreyttum námsaðferðum. Margir fræðimenn telja að nemendur læri einna best í gegnum verklega framkvæmd þar sem þeir fá að taka eigin ákvarðanir og finna á eigin skinni hvernig hlutirnir virka. Með því að veita nemendum færi á því að gera athuganir á jafningja grundvelli og á eigin forsendum er hægt að víkka sjóndeildarhring þeirra. Í þessari greinargerð verður gerð grein fyrir hvað útinám er og fjallað um mikilvægi þess fyrir þroska einstaklingsins. Einnig er fjallað um mikilvægi umhverfismenntunar og hvernig nýta má nærumhverfi skóla fyrir kennslu t.d. til að fara í ævintýraferðir eða skoða vistkerfi skógar. Höfundur telur útinám vera góða viðbót við þær kennsluaðferðir sem nýttar eru til kennslu á öllum skólastigum. Greinargerðinni fylgja leiðbeiningar og nokkur verkefni sem kennarar geta nýtt á mismunandi skólastigum til að vekja áhuga nemenda á náttúrunni. Í leiðbeiningunum eru helstu hugtök útináms skilgreind og fjallað um hvað þarf að hafa í huga þegar útinám er stundað í skólum og hver helstu markmið útináms ættu að vera.
Outdoor and forestry education has been a rapidly growing teaching method in kindergartens and elementary schools. Learning and teaching should not be confined to a classroom or man-made environment. In this master's thesis the emphasis is on encouraging teachers to extend their teaching beyond the classroom. Focusing students' attention on how both man-made and natural environments enable them to be active participants in the community. At all levels of education, every effort is made to approach each student individually and to present to them different methods of learning. But let us not forget that many scholars have emphasized that students learn best by being allowed to do things on their own. By discovering by themselves how things work. Giving students the opportunity to observe at their peer level and on their own terms, provides the foundation for broadening the student's horizons. But in this analysis, it will be explained what outdoor education and forestry-related learning is, as well as its importance. The importance of environmental education will be discussed and how the immediate environment of a school can be utilized for teaching. Whether by going on field trips or exploring forest ecosystems, the author believes that outdoor learning is an excellent addition to the teaching methods used for teaching at all educational levels. This analysis is accompanied by a teaching guide for outdoor education, which explains the main concepts of outdoor learning, what should be kept in mind when outdoor education starts in schools and what the main objectives of outdoor education should be. In addition, the author has designed several projects that are easily applicable at all levels of education and serve to stimulate students' interest in nature as well as encouraging the teachers to use them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sara Guðjónsdóttir_MPR2030_Vor 2020.docx.pdf | 1.56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |