is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36192

Titill: 
  • Börn leika sér frá fæðingu : leikur og þroski ungbarna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar M.Ed. ritgerðar er leikur og þroski ungbarna og hvernig þessir þættir spila saman. Settar voru fram tvær tilgátur „Börn leika sér frá fæðingu“ og „þroskaferli ungbarns hefur áhrif á leik þess“. Mikið af fræðiefni um leik ungbarna og þroskaferli þeirra er óaðgengilegt og margt sett upp á þann hátt að erfitt getur verið að skilja lestextann. Tilgangur þessa verkefnis er því að auka aðgengi foreldra, kennara og annarra sem umgangast ungbörn að fræðsluefni sem snýr að leiknum og þroskaferli ungbarna. Börn leika sér stóran hluta úr degi en leikurinn er misjafn eftir þroska og aldri barnanna. Í leiknum
    eru börn óháð öllu nema eigin ímyndunarafli. Þau geta farið hvert sem þau vilja og gert það sem þau vilja. Leikurinn vekur alltaf ánægju þess sem leikur sér. Í verkefninu er fjallað almennt um leikinn, þrjár tegundir leiks, efnivið og almennt um þroskasvið barna. Í lok verkefnisins er leikurinn og þroskaferli ungbarna borið saman en leitast verður við að sannreyna tilgáturnar tvær sem settar voru upp í byrjun. Með ritgerðinni fylgir bæklingur sem er einskonar útdráttur úr ritgerðinni og er hann hugsaður til þess að fræða þá sem eiga erfitt með að lesa langa texta jafnt sem aðra.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is play and infant and toddler development and how these elements intertwine. Two hypotheses were presented „Children play from birth“ and „The developmental process of infants affect their play“. Many of the resources about infant play and their developmental process is inaccessible and many are set up in such a way that it is difficult to understand the reading text. The purpose of this project is therefore to increase the access for parents, teachers and others who are interested to educational material related to the infant play and their development. Children play a large part out of the day but their development and age have a big impact on how they play. When children play they are independent of everything except their own imagination. They can og wherever they want and do whatever they want. Playing always arouses the enjoyment of the child. This project covers the basics about young children‘s play, three types of playing, material and about their development. At the end of the project the developmental process and play is compared, but the two hypotheses will be tried. The project has a booklet in attachments which is a digest from the essay and is intended to educate those who have a difficulty reading long texts as well as others.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
börn-leika-sér-frá-fæðingu.pdf967.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
bæklingur2020.pdf188.38 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna