is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36194

Titill: 
 • Þrískipting Ríkisvalds : samanburður á þrískiptingu í Bandaríkjunum og á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitast við að skoða þrískiptingu ríkisvalds Íslands og Bandaríkjanna og hvort það sé mikill munur á stjórnarkerfum landanna tveggja. Farið verður í stuttu máli yfir hvaðan hugmyndin um þrískipt vald kemur og hvernig sú hugmyndafræði er í nútímanum. Síðan verður farið yfir það hverjir fara með hvert og hvaða vald og hvaða hlutverki það gegnir. Skoðað verður því dómsvald, framkvæmdarvald og löggjafarvald hvors lands fyrir sig og farið yfir hvað er líkt og hvað er ólíkt.
  Notast verður við stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skoða völdin þar í landi auk heimasíðu Hvíta hússins og stjórnarskrá Íslands fyrir völdin hér á landi. Að auki verður rýnt í lagasafn Íslands og opinberar síður Alþingis.
  Valdauppsetningin er svipuð í löndunum og sömu stofnanir fara með völdin í hvoru landi fyrir sig. Hæstiréttur hvors lands fer með dómsvaldið, þingið fer með löggjafarvaldið og forseti og ráðherra fara með framkvæmdarvaldið. Á Íslandi er forsetinn þó annar handhafi löggjafarvaldsins en það er formsatriðið í rauninni og hann fer aðeins með það hlutverk að skrifa undir. Forsetinn fer með framkvæmdarvaldið en í tilfelli Íslands fer forsætisráðherra með valdið. Löndin gefa handhöfunum mismunandi mikið vald og fer það alveg eftir stjórnarskrá hvors lands hversu mikið vald hver handhafi fær.
  Bandaríkjamenn skilgreindu vel hverjir fara með valdið og hvaða hlutverk þeir hafa. Á Íslandi hefur Alþingi verið starfrækt frá 930 með hléum inn á milli. Ríkisstjórnin eða framkvæmdarvaldið tók til starfa árið 1904 og dómsvaldið tók við starfa 1919. Í öllum tilfellum eru það Stjórnmálaflokkarnir sem ráða völdum. Meðlimir flokkanna gegna stöðu þingmanna, forseta og ráðherra. Í Bandaríkjunum skipar forsetinn hæstaréttardómara sem er í hans flokki. Það er því sama hvernig stjórnarformið er það þarf sterkan flokk og sterka samvinnu milli flokka til þess að hlutirnir gangi upp.
  Lykilhugtök: dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdarvald

 • Útdráttur er á ensku

  This paper seeks to examine the divisions of power of the Icelandic government and the United States. The goal is to see if there is a significant difference between the government systems and how they operate. The idea of separation of power will briefly be discussed and how it has evolved in modern times. Then we will examine who is in charge of each branch of power and what authority and role each branch has.
  Therefore, the judiciary, executive, and legislative powers of each country will be examined, and what is similar and what is different will be examined. The Constitutional Bill for the United States will be used for the examination, as well as the White House website and the Icelandic Constitution and the law database of Iceland.
  The branches are similar in that the agencies that run them are similar. In other words, the supreme court of each country exercises the judiciary, the parliament exercises the legislative power, and the president and the minister exercise the executive power. However, in Iceland, the president, also exercises the legislative power but only the degree of signing the legislation, though each country's constitution talks about different degrees of authority. However, in Iceland, the prime minister has the authority of the executive branch according to the constitution.
  Ever since the founding of the United States, there has been a presidency. The US division of power is based on Montesquieu's Ideas. They clearly defined who is responsible for the authority and what role they have in each branch. However, in Iceland, the parliament has been around since 930 with breaks in between. The government or executive branch took office in 1904, and the judiciary took office in 1919. However, in all the powers, it is the political parties that rule. Members of the parties take the position of presidents, Ministers, and be members of congress. In the United States, when the president appoints a Supreme Court judge, he will select someone from his party. So, no matter what the form of governance, a strong party, and strong cooperation between the parties is needed to form a working government.
  Key concept: Judicial branch, Legislative branch, and Executive branch

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni þrískipting ríkisvalds.pdf579.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna