is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36198

Titill: 
 • Áhrif jökla á fólk : hnattræn, menningarleg, félagsleg og hugræn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvernig jöklar geta haft áhrif á mannfólk. Í kafla tvö er farið yfir hvað og hvers vegna loftslagsbreytingar eru og hvaða áhrif þær hafa á jökla, og þar af leiðandi á fólk. Farið er yfir hvaða afleiðingar bráðnun jökla getur haft fyrir mannfólk um allan heim áður en fjallað er sérstaklega um áhrif jökla á Íslendinga. Bráðnun íslenskra jökla veldur landrisi og líklega aukinni eldvirkni í eldstöðvum undir jöklunum. Jökulár eru veigamikill þáttur í raforkuframleiðslu landsins og jöklar hafa orðið mikilvæg auðlind og aðdráttarafl í íslenskri ferðaþjónustu.
  Jöklar hafa líklega hvergi haft eins mikil áhrif á Íslendinga eins og í sveitunum sunnan Vatnajökuls en fjallað er um áhrif jökla á líf fólks í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu í þriðja kafla. Sambúð manna og jökla í Öræfum var oft erfið áður en jökulárnar voru brúaðar á seinni hluta 20. aldar. Miklar breytingar hafa orðið á umgengni manna við jökla og vegna fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja suðausturströnd Íslands, m.a. til að skoða jökla, eru þeir nú mjög atvinnuskapandi fyrir svæðið.
  Fjórði og fimmti kafli fjalla um niðurstöður og greiningu eigindlegrar viðtalsrannsóknar. Tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga sem allir hafa kynnst jöklum í gegnum starf eða búsetu. Markmið þeirrar rannsóknar var að svara því hvað viðmælendum þykir um bráðnun jökla vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvort þau haldi að jöklar séu hluti auðkennis Íslendinga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu m.a. í ljós að þessir einstaklingar litu jöklana mjög jákvæðum augum og töluðu um þá sem tækifæri og auðlind. Sumir þeirra höfðu áhyggjur, fylltust sorg og vonleysi yfir því að jöklarnir væru að bráðna og töldu líklegt að jöklar ættu á einhvern hátt þátt í sjálfsmynd Íslendinga. Allir viðmælendur sögðu loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf sitt og veltu vöngum yfir hvernig bráðnandi jöklar hefðu áhrif á íslenskt þjóðfélag í framtíðinni.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to highlight how glaciers can affect humans. In chapter two the causes of climate change as well as its current and potential future effects on glaciers, and therefore people, are explored. The consequences of melting glaciers for all humans are discussed before the implications for Iceland are specifically addressed. A rebounding landmass and the associated potential increase in volcanic activity are highlighted together with the hydroelectric resources associated with glacial outflow. Glaciers have also become a pivotal resource in Iceland’s tourism industry and this is investigated.
  In chapter three the particularly close and often hard relationship the people of Öræfi in Austur-Skaftafellssýsla have had with glaciers is studied. This relationship has changed immensely since the bridging of the outlet rivers in the latter half of the 20th century and the regions subsequent transformation into a tourist hotspot. The presence of the glaciers has driven much of this tourism and the associated infrastructure and businesses have become a major employer in the region.
  Chapters four and five compose of an analysis of qualitative interviews conducted with five individuals who all have encountered glaciers through work or habitat. The aim of this research was to find out how those people feel about melting glaciers due to anthropogenic climate change and understand if they think that the glaciers of Iceland are intertwined with the sense of what it means to be Icelandic. The results showed that these individuals perceived glaciers in a positive way and spoke of them as an opportunity and a resource. Some of them expressed worries, sadness and hopelessness over the fact that the glaciers are melting and felt that glaciers played at least a part in Icelanders’ self-concept. All individuals claimed climate change impacted their lives and speculated about how melting glaciers would affect Icelandic society in the future.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif jökla á fólk. Hnattræn, menningarleg, félagsleg og hugræn.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna