is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36202

Titill: 
 • Félagskvíði barna á leikskólaaldri : sjónarhorn leikskólakennara
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Geðræn vandamál barna eru algeng á heimsvísu og er málefnið ekki aðeins mikilvægt fyrir velferð barna, heldur snertir það samfélagið sem heild. Félagskvíði er tilfinningalegt ástand sem lýsir sér í óöryggi einstaklinga við að vera innan um annað fólk. Ástandinu fylgir mikil andleg vanlíðan og hefur félagskvíði neikvæðar afleiðingar á lífsgæði einstaklinga. Áhugavert er að setja sig í spor leikskólakennara og sjá hvaða möguleikar eru í boði fyrir börn á leikskólaaldri hvað aðstoð gegn félagskvíða varðar. Börn á leikskólaaldri eru ekki sjúkdómsgreind en einkenni eru sýnileg í hegðun og líðan sem getur vakið grun um félagskvíða. Markmið rannsóknarinnar er að fjalla um félagskvíða barna á leikskólaaldri út frá sjónarhorni leikskólakennara. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem stuðst er við ritrýndar heimildir ásamt eigin gagnaöflun rannsakanda. Helstu niðurstöður sýna að þátttakendur hafa sterka skoðun hvað fræðslu leikskólakennara og almennings á félagskvíða varðar, einkum þar sem mikil óvissa og þekkingarleysi ríkir á geðrænum vandamálum barna. Í leikskólum er sjálfsagt að grunur um félagskvíða og þátttaka í meðhöndlun hans, líkt og annarra andlegra og líkamlegra vandamála barna, falli í verkahring leikskólakennara. Leikskólakennarar eru reiðubúnir til að mæta félagskvíðnum börnum á þeirra forsendum og finna leiðir til þess að koma til móts við vandamál þeirra. Ritgerðin kemur til með að veita innsýn í félagskvíða barna á leikskólaaldri hér á landi ásamt því að varpa ljósi á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar.
  Lykilhugtök: leikskóli, leikskólakennari, félagskvíði, geðræn vandamál, meðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  The mental health of children is a global issue, both on the children themselves and society as a whole. Social anxiety is defined as an emotionally unstable state and is characterized by insecurity and anxiety in social situations. Social anxiety presents significant mental distress, leading to a negative impact on quality of life. It is interesting to see how kindergarten teachers handle children with social anxiety and what options are available for preschool aged children in terms of social anxiety. During the preschool age, children are not diagnosed with social anxiety, although symptoms can be visible in their behavior which can indicate the child may have social anxiety. The thesis seeks to examine social anxiety in children from the perspective of kindergarten teachers in Iceland. It is supported by qualitative research methods, peer- reviewed source material and first-hand data collection. The fundamental conclusion of this thesis is that kindergarten teachers want to be better equipped to identify and help children under their care with mental health issues. It is paramount that in the preschool environment, kindergarten teachers are vigilant to children showing social anxiety symptoms. Preschool teachers are prepared to meet socially distressed children on their own terms and find ways to address their problems. This thesis will provide insight into the social anxiety of preschool aged children in Iceland and illuminate the urgency of early intervention.
  Keywords: kindergarten, kindergarten teacher, social anxiety, mental health issues, treatment.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagskvíði barna á leikskólaaldri -Sjónarhorn leikskólakennara.pdf712.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna