is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36203

Titill: 
 • Íþróttamenn og hugræn færni : eru tengsl á milli íþróttaiðkunar og stýrifærni?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur og tilgangur: Undanfarin ár hefur áherslan á hugræna þáttinn sem að fylgir íþróttum aukist mikið og verið meira í umræðunni. Í þessari rannsókn var rannsakað samband þeirrar hugrænu færni sem tengjast stýrifærni (e. executive functioning) einstaklinga, við ástundun íþrótta. Ásamt því að fara yfir niðurstöður fyrri rannsókna var einnig gerð eigin rannsókn þar sem hugræn færni þátttakenda var prófuð. Rannsóknarspurningin sem unnið var með var: Eru tengsl á milli íþróttaiðkunar og stýrifærni? Rannsóknir hafa sýnt að íþróttamenn virðast almennt sýna betri útkomu á prófum á stýrifærni og að hugræn færni geti haft jákvæð áhrif á árangur í íþróttum.
  Aðferðafræði: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 16 karlmenn á aldrinum 21-33 ára og luku allir prófi sem að innihélt fjögur mismunandi verkefni sem að prófuðu ólíka hugræna færni tengda stýrifærni. Verkefnin fjögur sem þátttakendur leystu voru Posner verkefni, kennslaminnisverkefni, Simon verkefni og loks hugarsnúningsverkefni. Við úrvinnslu gagna sem fengust úr prófinu, voru niðurstöður þeirra átta einstaklinga sem að skipuðu hóp íþróttamanna samkvæmt skilgreiningu rannsóknarinnar, bornar saman við hóp þeirra átta einstaklinga sem töldust ekki til íþróttamanna og mynduðu ekki íþróttahópinn eða samanburðarhópinn.
  Niðurstöður: Megintilgáta rannsóknarinnar var sú að íþróttamennirnir sem hópur myndu almennt sýna betri útkomu á prófinu, þar sem að fyrri rannsóknir hafa sýnt að líkamleg hreyfing og ástundun íþrótta geti haft jákvæð áhrif á hugræna færni. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki var afgerandi, né marktækur munur á milli hópanna fyrir neinn samanburð á þáttum prófsins. Niðurstöður sýndu hins vegar að íþróttahópurinn hafði að meðaltali hærra hlutfall réttra svara á þremur af fjórum verkefnum prófsins, ásamt því að verða fyrir minni áhrifum af misvísandi upplýsingum eða truflunum innan ákveðna verkefna prófsins.
  Ályktanir: Heilt yfir sýndu niðurstöður ekki merki um afgerandi tengsl á milli íþróttaiðkunar og stýrifærni, þar sem enginn marktækur munur kom fram á milli hópanna á þáttum prófsins. Niðurstöður veittu hins vegar gögn sem að gáfu vísbendingar um að íþróttahópurinn hafi staðið sig aðeins betur á prófinu, og hneigðu þannig í sömu átt og niðurstöður og tilgátur fyrri rannsókna, sem og þessarar, að íþróttamenn virðast almennt búa yfir meiri stýrifærni en þeir sem að ekki stunda íþróttir.
  Lykilhugtök: Hugræn færni, stýrifærni, íþróttir.

 • Útdráttur er á ensku

  Background and objectives: In recent years, the focus on the cognitive part of sports has increased. In this study the connection between the cognitive functions of executive functioning and sports was researched. In addition to scanning results from previous researches, a study was conducted where the participants' cognitive functions were tested. The research question for this study was: Does sports consumption have a connection with executive functioning? Previous researches have shown that athletes tend to show better outcomes on various tests on executive functioning and that cognitive functions in general can have a positive effect on success in sports.
  Methods: The studies participants were 16 males in the age of 21-33 which all conducted a test that contained four different assignments that tested various cognitive functions connected to executive functioning. The four assignments that the participants had to solve
  were a Posner task, a memory task, Simon task and finally a mental rotation task. When analysing the data from the test, the results from the eight participants that belonged to the athlete group according to the studies definition, were compared to the results of the eight
  participants that were defined as non-athletes and formed the non-athlete group or the control group.
  Results: The main assumption of the study was that the athlete group would show better outcome on the test in general, as previous researches have shown that physical exercise and the consumption of sports can have a positive effect on cognitive functions. The results showed that the difference between the groups was not decisive nor significant for any
  compared tasks on the test. The results did though show that the athlete group got a higher percentage of correct answers on average in three out of the four tasks of the test, in addition to being less affected by misleading and distracting information or interference within certain tasks of the test.Conclusions: Overall the results did not give any decisive data on the connection between sports and executive functioning, as no significant difference was between the groups on the tasks of the test. The results did though show evidence that the athlete group did better on the test, and therefore bowed in the same direction as the results and hypothesis of this and previous researches, that athletes in general seem to have a better executive functioning then non-athletes.
  Key terms: Cognitive function, Executive functioning, Sports

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íþróttamenn og hugræn færni - LOK0166-H19 - Benóný Sigurðarson og Bjarni Mark Antonsson PDF.pdf486.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna