is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36208

Titill: 
  • Eiginfjárlán ríkis til einstaklinga fyrir húsnæðiskaupum : áhrif á húsnæðismarkað á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að komast að því hver áhrif eiginfjárlána ríkisins yrðu á húsnæðismarkað á Íslandi og hvort það myndi bæta stöðu ungs fólks og tekjulágra. Einnig verður skoðað hvort eiginfjárlán gætu nýst þeim hópi sem þarfnast úrræðisins helst, ungu fólki og tekjulágum. Í ritgerðinni berum við saman Bretland og Ísland því bresk stjórnvöld settu í framkvæmd úrræðið ,,Help to Buy” árið 2013 sem tillaga starfshóps félags- og barnamálaráðherra um eiginfjárlán hér á landi er aðallega byggð á. Við greinum aðstæður á húsnæðismarkaði á Íslandi, á húsnæðismarkaði í Bretland og stöðu ungs fólks í báðum löndum.
    Við skoðuðum möguleg áhrif úrræðisins á húsnæðismarkað út frá nýklassísku líkani framboðs og eftirspurnar og berum þau saman við raunáhrif ,,Help to Buy” á breskan húsnæðismarkað. Niðurstaða höfunda er að með tilkomu eiginfjárlána frá ríkinu til einstaklinga myndi eftirspurn eftir húsnæði aukast og gera mörgum kleift að kaupa eigið húsnæði sem áður gátu það ekki. Einnig myndi hvati til þess að byggja aukast meðal byggingaverktaka. Óljóst er þó hvort verð á íslenskum húsnæðismarkaði myndi hækka en draga má mikinn lærdóm af viðbrögðum bresks húsnæðismarkaðar þar sem verðhækkanir var ekki hægt að rekja til aðgerðarinnar ,,Help to Buy”.
    Höfundar telja eiginfjárlán til einstaklinga frá ríkinu geta hjálpað við að leysa hin ýmsu vandamál sem ríkja á íslenskum húsnæðismarkaði og hvetja stjórnvöld til þess að beina sjónum sínum að tillögu starfshóps félags- og barnamálaráðherra um eiginfjárlán.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EiginfjárlánLokaPDF.pdf783.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna