Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36211
Mannshugurinn virðist notast við tvo ólíka hugferla í ákvarðanatöku; ýmist grípur hann á lofti það fyrsta sem stekkur upp eða hugleiðir valkostina stundarkorn og nálgast þá á yfirvegaðan og rökréttan hátt. Þessir hugferlar hafa verið rannsakaðir og þeir aðgreindir eftir nokkrum ólíkum flokkunarkerfum og þá einna helst með hjálp kenninga sem gera ráð fyrir að rökhugsun yfirbugi og leiðrétti innsæið þegar það greinir villu í niðurstöðu þess síðarnefnda. Slíkar hugferlakenningar taka ekki með í reikninginn að fólk á það til að fylgja hugboðum sínum, jafnvel í þeim tilfellum þegar það veit að það er órökrétt. Þetta hugræna fyrirbrigði hefur verið útskýrt og skilgreint af Jane Risen (2016) og hugtakið sem hún notar mætti þýða sem innsæiseftirgjöf (e. acquiescence). Þetta hefur verið rannsakað lítillega en fyrstu niðurstöður styðja tilvist þess (Walco og Risen, 2017). Í þessari rannsókn endurgerum við eina af tilraunum Walco og Risen (2017), nánar tiltekið þá sem byggir á að kalla fram hlutfallsskekkju (e. ratio bias). Við staðfestum niðurstöður þeirra og rennum þar með frekari stoðum undir tilvist fyrirbærisins, en jafnframt freistum við þess að hafa áhrif á styrk tilhneigingarinnar með því að útskýra fyrirfram á skilmerkilegan hátt þá skekkju sem um ræðir. Þátttakendur (n = 905) voru fengnir til liðs við rannsóknina í gegnum til þess gerða vefsíðu. Þau tókust á við hlutfallskekkjuverkefnið auk þess að svara nokkrum viðbótarspurningum sem gefa áttu mynd af breytileika milli einstaklinga. Niðurstöður benda til þess að útskýringin á hugskekkjunni ýti almennt undir að þátttakendur láti rökhugsun ráða við lausn verkefnisins. Gagnagreining leiddi í ljós að inngripið dró úr líkum þess að þátttakendur væru móttækilegir fyrir skekkjunni, og jók líkur þess að standast hið villandi hugboð. Við ályktum að draga megi úr innsæiseftirgjöf með því að upplýsa fólk um þá hugskekkju sem glímt er við. Við ræðum þau hugferli sem mögulega búa að baki þessum áhrifum og veltum því fyrir okkur hvernig þau tengjast einstaklingsmun á tilhneigingum til innsæis- eða rökhugsunar auk hjátrúar. Einnig veltum við því upp hvaða fræðilegu og hagnýtu þýðingu niðurstöðurnar gætu haft í sambandi við aðferðir til að takast á við hugskekkjur og þá sérstaklega með tilliti til kenninga um tvískipt hugferli (e. dual-process theories).
Lykilorð: ákvarðanataka, innsæiseftirgjöf, innsæi, hlutfallsskekkja, kenningar um tvískipt hugferli
The human mind seems to have two distinct systems for making choices; simply doing what springs to mind intuitively or using a more deliberative, conscious and logical approach. This apparent division of mental processes has been researched and described in numerous ways, most notably through models based on the assumption that rational analysis corrects and overrides intuition when a fault in its conclusion is discovered. Such corrective dual-process models, as they are collectively referred to, do not take into account that people sometimes “go with their gut” even in instances in which they know it is illogical to do so. They are said to acquiesce to their intuition, a phenomenon documented and defined by Jane Risen (2016) and supported by preliminary evidence in a series of experiments (Walco and Risen, 2017). In this study we replicated and elaborated on the ratio bias experiment of Walco and Risen (2017), providing confirmatory evidence for the occurrence of acquiescence and examining whether the tendency could be reduced by providing relevant information about the bias in advance. Participants (n = 905) were recruited through an online data collection platform. They completed the ratio bias task and responded to several exploratory survey questions measuring individual differences. We found that providing a clear and concise explanation of the bias at hand generally increased rational responding to the task. Our analyses showed that the manipulation reduced the frequency with which participants were susceptible to experiencing the faulty intuition, and when intuition and reason were in conflict, resistance to the faulty intuition was increased. We conclude that the acquiescence tendency can effectively be reduced by informing people about the cognitive bias in question. We discuss the possible mechanisms that might underlie this effect, how it relates to individual differences in intuitive and rational decision-making preferences and superstitiousness, as well as implications and future directions concerning debiasing techniques and interventions, particularly in the context of dual-process theories.
Key words: decision making, acquiescence, intuition, dual-process models, ratio bias
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EXPLANATION REDUCES ACQUIESCENCE.pdf | 903,51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |